Faglegt efni
Könnun á viðhorfum fjármálastjóra
300 stærstu fyrirtæki landsins
Ráðgjafarsvið Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.
Fjármálastjórakönnun í nóvember 2015
Meðfylgjandi er samantekt yfir niðurstöður könnunarinnar.
Lítil skref
· Merkja má aukna bjartsýni varðandi efnahagsumhverfið í svörum fjármálastjóra en meiri varkárni gætir varðandi rekstrarumhverfi fyrirtækja.
· Aðspurðir telja um 83% fjármálastjóra að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum og bjartsýni ríki um hlutabréfamarkaðinn.
· Niðurstöður sýna að áfram er ákveðin óvissa í rekstrarumhverfi fyrirtækja og að fjárhagslegar horfur eru óbreyttar að mati fjármálastjóra.
· Helstu ytri áhættuþættir í rekstri fyrirtækja sem voru nefndir eru áhrif kjarasamninga, vaxtastig og verðbólga.
· Um helmingur fyrirtækja telur að vaxtartækifæri séu ekki að aukast en um 1/3 hluti fyrirtækja sér fram á aukinn vöxt.
· Þrátt fyrir að fjármálastjórar séu varkárir þá er gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtækja muni aukast milli áranna 2015 til 2016 og rúmlega helmingur fyrirtækja áætlar að fjárfesta í varanlegum rekstrarfjármunum.
· Svör um áherslur í rekstri hafa lítið breyst frá könnun á haustmánuðum 2014. Flest fyrirtæki munu áfram leggja áherslu á að lækka kostnað, stækka með innri vexti og minnka skuldsetningu.
· Rúmlega helmingur fyrirtækja gerir ekki ráð fyrir fjölgun starfsmanna á næstu misserum.
· Kannað var hvaða áhrif aflétting gjaldeyrishafta og taldi um helmingur fjármálastjóra að aflétting hafta hefði jákvæð áhrif á rekstur, 38% að það hefði engin áhrif og 7% að það hefði neikvæð áhrif.
Umfjöllun í fjölmiðlum
Hér til hliðar má sjá umfjöllun um CFO könnun Deloitte í Viðskiptablaðinu.