Faglegt efni

Könnun á viðhorfum fjármálastjóra

300 stærstu fyrirtæki landsins

Ráðgjafarsvið Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.

Fjármálastjórakönnun í október 2014

Lykilatriði úr niðurstöðunum:

Hvílir gosmengun yfir rekstrarumhverfi fyrirtækja?

• Fyrirtæki gera ráð fyrir lítillegri aukningu tekna til næstu 12 mánaða en gera ekki ráð fyrir fjölgun starfsmanna.

• Yfirgnæfandi meirihluti fjármálastjóra telur ekki góðan tíma nú til auka áhættu í efnahagsreikningi fyrirtækja. 

• Aðspurðir um áhættu í rekstrarumhverfi fyrirtækja telja fjármálastjórar að fjárhagsleg áhætta hafi staðið í stað eða aukist nokkuð á síðustu 12 mánuðum. Vaxtatækifæri hafa ekki aukist og eru talin svipuð og fyrir 6 mánuðum.

• Á næstu 12 mánuðum ætla flest fyrirtæki að leggja áherslu lækkun kostnaðar og á stækkun með innri vöxt. 

• Meirihluti fjármálastjóra eru nokkuð bjartsýnir um hagvaxtarhorfur á Íslandi til næstu tveggja ára og telja að hagvöxtur muni aukast en rúmlega þriðjungur fjármálastjóra telur að hagvöxtur muni standa í stað. 

• Flestir fjármálastjórar spáðu því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar myndi hækka nokkuð á næstu 6 mánuðum. 

• Yfirgnæfandi meirihluti fjármálastjóra telur stýrivexti Seðlabanka Íslands of háa. Það telja flestir fjármálastjórar lántöku hjá bönkum óhagstæða og álag banka á grunnvexti vera of hátt.  

Hér má sjá heildarniðurstöður könnunarinnar

Umfjöllun í fjölmiðlum

Hér til hliðar má sjá umfjöllun um CFO könnun Deloitte í Viðskiptablaðinu.

Umfjöllun Viðskiptablaðsins 13.11.2014 um niðurstöður fjármálastjórakönnunar Deloitte
Did you find this useful?