Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

300 stærstu fyrirtæki landsins

Fjármálaráðgjöf Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.

Fjármálastjórakönnun í júní 2017

Athyglin beinist að íslensku krónunni í fjármálastjórakönnuninni í þetta sinn. Fjórir af hverjum fimm fjármálastjórum telja gengisþróun íslensku krónunnar helsta áhættuþátt í rekstri sínum en þetta hlutfall hefur aldrei mælst jafn hátt. Yfir 60% svaranda telja að krónan muni halda áfram að styrkjast á næstu 6 mánuðum. Þá telja fjármálastjórar áfram stýrivexti of háa og lántöku dýra. Könnunin sýnir meiri varfærni meðal fjármálastjóra þar sem færri telja að nú sé góður tími til að auka áhættu í efnahagsreikningi en síðastliðið ár, sem helst í hendur við meginniðurstöður könnunarinnar um minnkandi bjartsýni

Jákvæðu merkin eru að fjármálastjórar eru almennt bjartsýnir á eigin rekstur og telja að tekjur og EBITDA muni aukast á næstu 12 mánuðum. Mikill meirihluti fjármálastjóra stefnir einnig á fjárfestingar, aðallega í varanlegum rekstrarfjármunum. Um helmingur fjármálastjóra telur nýlegar breytingar á lögum um gjaldeyrishöft hafa haft jákvæð áhrif á rekstur síns fyrirtækis og hefur aðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendu lánsfjármagni batnað samkvæmt könnuninni. Fyrir ferðaþjónustuna er jákvætt að sjá að yfir helmingur svaranda telja aukinn fjölda ferðamanna hafa jákvæð áhrif á sinn rekstur, þrátt fyrir að einungis 11% þeirra séu starfandi í ferðaþjónustu.

Did you find this useful?