Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Vor 2020

Tvisvar á ári sendir Fjármálaráðgjöf Deloitte út könnun til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Tilgangur könnunarinnar er að kanna skoðanir fjármálastjóra á málefnum er snerta fyrirtæki og efnahagslífið í heild.

Þetta er í þrettánda sinn sem könnunin er framkvæmd hér á landi og hún er nú í fimmta skipti unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte á EMEA-svæðinu (Europe, Middle East and Africa). Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 17 EMEA-löndum, þar sem við á.

Við vekjum athygli á að könnunin var framkvæmd við upphaf kórónaveirunnar COVID-19. Það má því leiða líkum að því að sýn og skoðanir fjármálastjóra, bæði hér á landi og á EMEA-svæðinu, hafi breyst síðan könnunin var framkvæmd og að niðurstöður endurspegli ekki fyllilega viðhorf þeirra á tíma útgáfu.

Helstu niðurstöður

Væntingar til reksturs

  • Nettó viðhorf fjármálastjóra á EMEA-svæðinu til þróunar tekna, EBITDA, fjárfestinga og ráðningar nýrra starfsmanna hefur dregist verulega saman frá því síðastliðið haust. Nettó viðhorf til allra þessara stærða er í sögulegu lágmarki frá því að könnunin var fyrst framkvæmd árið 2014.

Áhætta og óvissa

  • Meirihluti fjármálastjóra á Íslandi (60%) telur sig standa frammi fyrir mikilli fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu í samanburði við 75% fjármálastjóra innan EMEA-svæðisins.
  • Áhættuvilji íslenskra fjármálastjóra mældist meðal þeirra lægstu (10%), en aðeins þrjár þjóðir á EMEA-svæðinu, Belgía, Þýskaland og Ítalía, mældust lægri.

Markaðir og efnahagur

  • Um 19% íslenskra fjármálastjóra telja að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum samanborið við 34% síðastliðið vor.
  • Hlutfall fjármálastjóra sem telja stýrivexti Seðlabankans of háa hefur ekki mælst lægra en nú (17%) og hefur dregist saman um 40 prósentustig frá því í haust.

UFS og COVID-19

  • Um 45% fjármálastjóra sjá tækifæri í að bæta umhverfislega þætti á næstu þremur árum til að fá aukið aðgengi að fjármagnsmörkuðum.
  • Meirihluti fjármálastjóra (87%) telja að samdráttur verði í tekjum af völdum kórónaveirunnar á næstu sex mánuðum. Til lengri tíma litið búast 28% fjármálastjóra við samdrætti í tekjum.
Did you find this useful?