Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Vor 2021

Niðurstöður Fjármálastjórakönnunar Deloitte sýna að fjármálastjórar á Íslandi og á EMEA-svæðinu horfa bjartari augum til framtíðar.

Fjármálastjórakönnun Deloitta var framkvæmd á vormánuðum, nú í fimmtánda sinn. Þetta er jafnframt í sjöunda sinn sem könnunin er unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte á EMEA-svæðinu (Europe, Middle East and Africa). Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 18 EMEA-löndum, þar sem við á.

Fjármálastjórakönnun Deloitte, vor 2021

Helstu niðurstöður

Væntingar til reksturs

  • Fleiri fjármálastjórar á EMEA-svæðinu búast við aukningu í tekjum, EBITDA, fjárfestingum og ráðningum nýrra starfsmanna frekar en samdrætti á næstu 12 mánuðum og er nettó viðhorf þannig jákvætt fyrir allar þessar lykilstærðir.
  • Nettó viðhorf íslenskra fjármálastjóra er töluvert jákvæðara gagnvart þróun þessara lykilstærða nú heldur en síðastliðið haust þegar viðhorf mældist neikvætt gagnvart tekjum, fjárfestingum og ráðningum, en er jákvætt í öllum tilvikum í vor.

Markaður og efnahagur

  • Mikill meirihluti fjármálastjóra á Íslandi (88%) telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum samanborið við um helming (52%) síðastliðið haust.
  • Niðurstöður benda til þess að íslensk fyrirtæki muni leitast við að halda skuldsetningu óbreyttri á næstu 12 mánuðum (61%) eða draga nokkuð úr henni (32%).

Hlutfall fjármálastjóra sem telja að hagvöxtur á Íslandi muni aukast á næstu árum

Áhætta og óvissa

  • Rúmlega helmingur fjármálastjóra á Íslandi (52%) telur sig standa frammi fyrir eðlilegri fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu í samanburði við 25% fjármálastjóra á EMEA-svæðinu. Um 70% fjármálastjóra á EMEA-svæðinu telja að fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa sé mikil.

Hvernig metur þú fjárhagslega og efnahagslega óvissu sem fyrirtæki þitt stendur frammi fyrir?

COVID-19

  • Um 43% íslenskra fjármálastjóra telja að tekjur séu nú þegar jafnar eða hærri en fyrir COVID-19 í samanburði við aðeins 21% síðastliðið haust. Tæplega fjórðungur (22%) telur að tekjur komist í sama horf og fyrir COVID-19 fyrir lok árs 2021.
Did you find this useful?