Faglegt efni

Fótboltaskýrsla Deloitte 2010

Deloitte Football Money League

Real Madrid er áfram tekjuhæsta lið heims fimmta árið í röð, samkvæmt skýrslu Deloitte um tekjuhæstu lið heims sem er nú gefin út í þrettánda sinn.

Real Madrid er fyrsta íþróttalið í heiminum til að skila 400 milljónum evra í tekjur og situr áfram á toppi peningadeildar Deloitte.

Real Madrid er áfram tekjuhæsta lið heims fimmta árið í röð, samkvæmt skýrslu Deloitte um tekjuhæstu lið heims sem er nú gefin út í þrettánda sinn. Um er að ræða fjárhagsupplýsingar vegna keppnistímabilsins 2008 til 2009. Real Madrid er jafnframt fyrsta lið í heiminum,  til að þéna meira en 400 milljónum evra á einu ári. Auka þeir tekjur sínar um meira en 10% milli ára, sem rekja má til aukinna tekna af sjónvarpsréttindum, þrátt fyrir frekar dapurt tímabil á knattspyrnuvellinum.

Heildartekjur 20 stærstu félaganna jukust á milli tímabila og voru yfir 3,9 milljarðar evra þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífinu.

Einstakur árangur Barcelona á knattspyrnuvellinum skilar félaginu auknum tekjum en þær  hækka milli ára um 57 milljónir evra, eða rúmlega 18% sem er mesta hækkunin milli ára af þeim félögum sem koma fyrir í skýrslu Deloitte.  Barcelona skákar Manchester United í peningadeildinni líkt og þeir gerðu í úrslitaleiknum í Róm í fyrra og vermir Manchester United þriðja sæti  listans þetta árið.  Þess ber þó að geta að veiking pundsins gagnvart evru hefur sitt að segja í þessu en ef gengi evru og sterlingspunds væri það sama og í júní 2007 væri Manchester United í efsta sæti listans.

Arsenal komast  að nýju inn á topp fimm eftir eins árs fjarveru en þeir taka fimmta sætið af helsta keppinauti sínum Chelsea sem fellur niður í sjötta sæti listans. Næst á eftir Chelsea kemur síðan Liverpool.    

Öll liðin í topp tuttugu sætum listans koma frá fimm stærstu deildum Evrópu auk sjö liða sem koma frá Englandi þá eru fimm lið frá Þýskalandi, fjögur frá Ítalíu, tvö frá Frakklandi og loks tvö lið frá Spáni.  Þýsku liðin Werder Bremen og Borussia Dortmund koma ný inn þetta árið í stað þýska liðsins Vfb Stuttgart og tyrkneska liðsins Fenerbache.

Sérfræðingar Deloitte telja að spænsku félögin Real Madrid og Barcelona séu búin að koma sér vel fyrir í efstu tveim sætum Peningadeildarinnar en þó munu nýir sjónvarpssamningar tryggja félögum í ensku úrvalsdeildinni auknar tekjur en þeir taka gildi í upphafi tímabilsins 2010/2011. 

Þrátt fyrir umræðu um erfiðan fjárhag félaganna, sér í lagi þeirra ensku telja sérfræðingar Deloitte að undirstöður fótboltans séu mjög sterkar. Erfiðleikar í fjármálum félaganna hafi orðið til vegna bágrar stjórnunar, kostnaðaraðhalds eða vegna skorts á lánstrausti fremur en vegna erfiðleika við tekjuöflun.

Hér er hægt að nálgast fótboltskýrsluna fyrir árið 2010 í heild sinni.
Did you find this useful?