Faglegt efni

Fótboltaskýrsla Deloitte 2015

Deloitte Football Money League

Tekjur ríkustu knattspyrnuliða heims námu meira en 6 milljörðum evra (900 milljarðar króna) á síðasta keppnistímabili (2013/14) samkvæmt úttekt Deloitte á fjárhag þeirra 20 hæstu og höfðu þær aukist um 14% milli ára.

Manchester United yfir 500 milljón evra múrinn

Real Madrid trónir á toppi listans tíunda árið í röð með tekjur upp á 550 milljónir evra en Manchester United stekkur upp um  tvö sæti í annað sætið en félagið jók tekjur sínar um 95 milljónir evra og nemur aukningin um 22%.  Bayern Munchen situr sem fastast í þriðja sæti en tekjur félagsins jukust um 56 milljónir evra milli ára.  Barcelona fellur niður í fjórða sæti listans en tekjur félagsins standa nánast í stað milli ára.  Sérfræðingar Deloitte spá því að fimm tekjuhæstu liðin muni öll verða yfir 500 milljón evra markinu á næsta ári.

Sjónvarps- og auglýsingatekjur eru mikilvægari enn nokkru sinni fyrr og gera félögunum kleift að keppa í deild þeirra ríkustu ásamt því að laða til sín bestu leikmennina.  Þetta hefur leitt til þess að fimm stærstu deildirnar hafa algera sérstöðu í Peningadeild Deloitte og aðeins eitt lið utan fimm stærstu deildanna kemst inn á topp 20 lista Deloitte, en það er Galatasary.

Sigur í Meistaradeild Evrópu í tíunda skipti ásamt því að vera á toppi Peningadeildar Deloitte gerir Real Madrid að sigursælasta liði allra tíma.  Áframhaldandi góður árangur innan vallar gerir liðið gríðarlega fjárhagslega sterkt.  En það eru blikur á lofti, Manchester United og fleiri lið munu gera harða atlögu að toppsæti Peningadeildarinnar á næstu árum.

Þrátt fyrir dapurt gengi innan vallar þá hefur sú stefna Manchester United að tryggja sér fleiri samstarfsaðila, bæði á heimsvísu og heima fyrir, tryggt þeim viðvarandi vöxt tekna.  Þannig hafa auglýsingatekjur félagsins aukist um 83% á síðustu þremur árum.  Auk þess hefur nýjasti sjónvarpssamningurinn skilað félaginu 34% hærri tekjum vegna sjónvarpsréttar eða um 162 milljónum evra.  Fjarvera frá Meistaradeild Evrópu mun koma niður á félaginu á þessu ári en tryggi félagið sér sæti í Meistaradeildinni nú í vor þá eru mjög miklar líkur á því að United ryðji Real Madrid úr toppsætinu innan tveggja ára.

Átta lið úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp 20 listann, en Newcastle og Everton koma ný inn á listann þetta árið.  Það er ótrúlegt, en öll liðin í ensku úrvalsdeildinni komast inn á topp 40.  Nýr sjónvarpssamningur hefur skilað öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni mikilli tekjuaukningu sem leiddi til þess að öll félögin í deildinni náðu sínu hæstu árstekjum frá upphafi.  Nú standa yfir samningaviðræður um næsta sjónvarpssamning og talið er að hann muni skila enn hærri tekjum.

Peningadeild Deloitte

Sæti (fyrra ár)

  Lið

Velta í milljónum evra

  1 (1)

  Real Madrid

  549,5

  2 (4)

  Manchester United

  518,0

  3 (3)

  Bayern Munich

  487,5

  4 (2)

  FC Barcelona

  484,6

  5 (5)

  Paris Saint-German

  474,2

  6 (6)

  Manchester City

  414,4

  7 (7)

  Chelsea

  387,9

  8 (8)

  Arsenal

  359,3

  9 (12)

  Liverpool

  305,9

  10 (9)

  Juventus

  279,4

  11 (11)

  Borussia Dortmund

  261,5

  12 (10)

  AC Milan

  249,7

  13 (14)

  Tottenham Hotspur

  215,8

  14 (13)

  Schalke 04

  213,9

  15 (20)

  Atlético de Madrid

  169,9

  16 (e/v)

  Napoli

  164,8

  17 (15)

  Internazionale

  164,0

  18 (16)

  Galatasary

  161,9

  19 (e/v)

  Newcastle United

  155,1

  20 (e/v)

  Everton

  144,1

Heimild: Peningadeild Deloitte 2015
* Fyrir utan sölur leikmanna

Hér er hægt að nálgast fótboltaskýrsluna fyrir árið 2015 í heild sinni.
Did you find this useful?