Faglegt efni

Fótboltaskýrsla Deloitte 2016

Deloitte Football Money League

Tekjur ríkustu knattspyrnuliða heims námu 6,6 milljörðum evra (930 milljarðar króna) á síðasta keppnistímabili (2014/15) samkvæmt úttekt Deloitte á fjárhag þeirra 20 hæstu og höfðu þær aukist um 8% milli ára.

Real Madrid trónir á toppnum ellefta árið í röð

Real Madrid trónir á toppi listans ellefta árið í röð en tekjur félagsins námu 577 milljónum evra og sýndi liðið góða aukningu, sérstaklega í auglýsingatekjum og tekjum á leikdegi.  Fyrirhugaðar breytingar á Santiago Bernabéu munu auka tekjur liðsins enn frekar. Frammistaða Barcelona á leikvellinum skaut þeim upp í annað sætið, upp fyrir Manchester United, þar sem tekjur jukust á öllum sviðum.  Þrátt fyrir að falla niður í þriðja sæti þá er Manchester United langtekjuhæsta lið ensku úrvalsdeildarinnar með 519 milljónir evra í tekjur.  Chelsea og Arsenal hafa sætaskipti í 7. og 8. sæti.

Þrátt fyrir stöðnun í tekjuaukningu hjá Manchester United heldur liðið 3. sætinu sem sýnir glöggt á hve sterkum grunni félagið byggir tekjulega séð.  Endurkoma félagsins í Meistaradeildina og nýir risasamningar við styrktaraðila munu aðeins styrkja grunninn enn frekar.  Sérfræðingar Deloitte spá því að Manchester United nái toppsætinu í fyrsta skipti í 12 ár þegar yfirstandandi tímabil verður gert upp.

Þá er hreyfing á liðum neðar á listanum.  Þannig hefur Bayern Munich fallið úr 3. í 5. sæti Peningadeildar Deloitte en það eru 8 ár síðan það gerðist síðast.  Paris Saint-German skaust upp fyrir Bayern Munich með góðan tekjuvöxt og tekjur upp á 480 milljónir evra.  Þrátt fyrir gott ár hjá Juventus í Meistaradeildinni og hástökk Roma úr 24. sæti í það 16. þá var síðasta tímabil vonbrigði fyrir ítölsku liðin hvað tekjur varðar.  Bæði Inter og AC Milan féllu um 2 sæti og er Inter nálægt því að falla af topp 20 listanum í fyrsta skipti.

Fimm stærstu deildirnar sýndu tekjuvöxt en engu að síður hefur hægt á vextinum sé litið til liðanna í fimm efstu sætunum, en tekjur þeirra jukust um 4% samanborið við 11% árið áður.  Erfitt getur reynst fyrir ný lið að komast inn á topp 10 listann en gatið milli 10. og 11. sætis er um 43 milljónir evra.

West Ham kemst inn á topp 20 listann í fyrsta skipti í 9 ár og nú dóminera ensk lið listann yfir 30 tekjuhæstu liðin en 17 af tekjuhæstu 30 liðunum spiluðu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.  Þetta gerist þrátt fyrir afleitt gengi enskra liða í evrópukeppnunum.  Að mati sérfræðinga Deloitte mun staða þeirra ekki gera annað en styrkjast þegar nýir sjónvarpssamningar í ensku úrvalsdeildinni taka gildi tímabilið 2016/17.

 

Peningadeild Deloitte

 Sæti (fyrra ár)

  Lið

 Velta í milljónum evra

  1 (1)

  Real Madrid

  577,5

  2 (4)

  Barcelona

  560,8

  3 (2)

  Manchester United

  519,5

  4 (5)

  Paris Saint-German

  480,8

  5 (3)

  Bayern Munich

  474,0

  6 (6)

  Manchester City

  463,5

  7 (8)

  Arsenal

  435,5

  8 (7)

  Chelsea

  420,0

  9 (9)

  Liverpool

  391,8

  10 (10)

  Juventus

  323,9

  11 (11)

  Borussia Dortmund

  280,6

  12 (13)

  Tottenham Hotspur

  257,5

  13 (14)

  Schalke 04

  219,7

  14 (12)

  AC Milan

  199,1

  15 (15)

  Atlético de Madrid

  187,1

  16 (e/v)

  AS Roma

  180,4

  17 (19)

  Newcastle United

  169,3

  18 (20)

  Everton

  165,1

  19 (17)

  Internazionale

  164,8

  20 (e/v)

  West Ham United

  160,9

Heimild: Peningadeild Deloitte 2016
* Fyrir utan sölur leikmanna

Hér er hægt að nálgast fótboltaskýrsluna fyrir árið 2016 í heild sinni
Did you find this useful?