Lausnir

Deloitte greiningaraðgerðir

Ertu að nýta þér viðeigandi upplýsingar?

Nýtast gögnin í þínu fyrirtæki við ákvarðanatöku eða eru þau vannýtt auðlind?

Eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag er að móta stefnu um það hvernig eigi að nýta allt það magn upplýsinga sem er til staðar bæði innan og utan fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að velta fyrir sér hvernig hægt er að hámarka virði þessara gagna og upplýsinga fyrir fyrirtækin. 

Mikilvægt er að greiningar á gögnum og upplýsingum séu hannaðar þannig að þær leiði til bættrar ákvarðanatöku og auki arðsemi fyrirtækjanna. Starfsfólk Deloitte býr yfir sérþekkingu og getu til að aðstoða fyrirtæki við að auka skilvirkni greiningaraðgerða og bæta nýtingu þessarar auðlindar. 

Eitt af því sem við bjóðum upp á er að útbúa virðiskort fyrir fyrirtæki (e. Value Map) þar sem megin markmiðið er að greina hverjir eru helstu virðishvatar (e. Value drivers) fyrirtækisins. Mælanleg markmið eru sett og aðgerðum forgangsraðað út frá því hversu mikilli virðisaukningu aðgerðirnar skila.  Sjá nánar í meðfylgjandi bækling hér til hliðar.

Enterprise Value Map
Did you find this useful?