Lausnir

Kaup á félagi

Við hjálpum þér að greina kauptækifæri og fylgjum þér í gegnum allt ferlið.

Við hjá Deloitte höfum veitt ráðgjöf varðandi kaup á fjölda félaga. Yfirleitt veitum við ráðgjöf í gegnum allt ferlið, allt frá því að kauptækifæri er greint til endanlegra viðskipta.

Kaup á félagi

Viðskipti verða æ flóknari sökum örra breytinga á markaðsaðstæðum. Það er því nauðsynlegt að ráða fjármálaráðgjafa til starfa í tengslum við kaup og sameiningar.

Við getum veitt þér ráðgjöf varðandi:

 • uppbyggingu viðskipta
 • fjármögnunarleiðir og samningsgerð um fjármögnun
 • möguleika á samlegðaráhrifum
 • verðmat
 • skattaráðgjöf
 • stuðning í samningagerð
 • skilningur á iðnaðinum
 • þekking á keppinautum
 • skilning á bókhaldi
 • ráðgjöf

Góður undirbúningur gulli betri

Til að veita þér tryggan grunn til að byggja ákvörðun þína tryggjum við:

 • skimun á kauptækifærum
 • ítarlega greiningu á fjárhagsstöðu og stefnumörkun mögulegra kauptækifæra
 • möguleg kauptækifæri í gegnum viðskiptatengsl okkar á alheimsvísu
 • undirbúning á kynningarefni, sem tryggir grundvöllinn fyrir réttri ákvörðun
 • mat á mögulegum útfærslum á viðskiptum til að draga úr áhættu
 • mat og framkvæmd samningsstefnu
 • fullan trúnað

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Fjármálaráðgjöf Deloitte

Did you find this useful?