Lausnir

Sala á fyrirtæki

Mikilvægt að gera það rétt.

Það er mikilvæg ákvörðun að selja fyrirtæki og þú hefur aðeins eitt tækifæri til að gera það rétt.

Sala á fyrirtæki

Það er mikilvæg ákvörðun að selja fyrirtæki og þú hefur aðeins eitt tækifæri til að gera það rétt. Hjá Deloitte tryggjum við að söluferlið sé vel skipulagt og vel stýrt þannig að þú hámarkir hagnaðinn af sölunni.

Það er mikilvægt að setja niður rétta áætlun frá upphafi þar sem bæði verð og skilyrði sölunnar velta á góðum undirbúningi. Við hjá Deloitte getum stýrt söluferlinu þannig að þú getir einbeitt þér að rekstri fyrirtækisins á þessum mikilvæga áfanga. Við gætum fyllsta trúnaðar í öllu ferlinu.

Við hjálpum þér meðal annars með:

  • stefnumörkun og fjárhagslega greiningu á fyrirtækinu sem grundvöll fyrir verðmat
  • undirbúning á kynningarefni, með áherslu á nauðsynlegar upplýsingar fyrir mögulegan kaupanda, ásamt grundvelli verðmatsútreikninga
  • útbúa gagnaherbergi til notkunar fyrir áreiðanleikakönnun
  • finna mögulega kaupendur í gegnum alþjóðlegt starf okkar
  • útfæra á sem hagkvæmastan hátt möguleg viðskipti að teknu tilliti til skatta, fjármögnunar o.s.frv.
  • viðhalda samkeppnisstöðu á meðan ferlinu stendur

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Did you find this useful?