Faglegt efni

Skattaslóð Deloitte

Hvert er þitt framlag til samfélagsins?

Með skattaslóð fyrirtækis er dregin upp mynd af framlögum þess til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Margs konar skattar eru lagðir á fyrirtæki og getur reynst erfitt að átta sig á umfangi þeirra. Skattaslóðin er tilvalin fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir skattamál fyrirtækis. Dregin er upp einföld og skýr mynd af greiddum sköttum eftir tegund þeirra í stuttum bæklingi og glærukynningu.

Skattaslóðina er hægt að nýta til þess að opna á jákvæða umræðu um málefni fyrirtækis og mikilvægi öflugs atvinnulífs fyrir samfélagið. Upplýsingarnar sem dregnar eru saman í skattaslóðinni geta komið sér vel ef bregðast þarf skjótt við opinberri umræðu og getur þannig dregið úr orðsporsáhættu. Skattaslóðina má einnig nýta til að auka áhuga almennings og fjárfesta á fyrirtækinu.

Kynningarefnið er sett upp á myndrænan og skýran hátt sem hentar vel til opinberrar birtingar til að kynna framlög fyrirtækis til samfélagsins. Skattaslóðin er sérsniðin að óskum viðskiptavinar og má stílfæra útlit kynningarefnisins eftir ímynd og eðli viðskiptavinar. 

 

Did you find this useful?