Lausnir

Fjárstýring

Mörg fyrirtæki hafa mikið laust fé og aðra fjármuni án þess að hafa fullnægjandi sérfræðiþekkingu eða kunnáttu til að stýra fjármunum á faglegan hátt.

Mörg fyrirtæki hafa mikið laust fé og aðra fjármuni án þess að hafa fullnægjandi innri sérfræðiþekkingu, kunnáttu eða áhuga á að stýra því á faglegan hátt.

Við hjá Deloitte höfum fundið vaxandi áhuga og aukna meðvitund frá stjórnendum fyrirtækja um mikilvægi þess að eignum félagsins sé stýrt á öruggan og faglegan hátt.

Hjá Deloitte gerum við ítarlega greiningu á áhættuþoli og fjárfestingaramma félagsins í upphafi verkefnis. Í framhaldinu er sett upp fjárfestingastefna félagsins. Út frá fjárfestingastefnunni er svo unnin samantekt sem er send til sérfræðinga í fjárstýringu sem taldir eru líklegastir til að geta uppfyllt fjárfestingastefnu félagsins. Unnið er með svör sem berast og þau sett upp á skipulegan hátt. Í framhaldinu eru haldnir fundir með sérfræðingum í fjárstýringu og frekari upplýsinga er safnað.

Viðskiptavinur fær afhenta skýrslu um fjárstýringaleiðir sem taldar eru henta viðkomandi viðskiptavini best, sögulega frammistöðu þeirra leiða, kostnað tengdum þeim, sérsniðnar vörur, kosti, galla o.s.frv. Við förum yfir skýrsluna með viðskiptavini og setjum í framhaldinu upp styttri lista með mögulegum leiðum. Við sitjum fundi með mögulegum fjárstýringaraðilum og viðskiptavini, sem í framhaldinu velur eina eða fleiri leiðir.

Hvernig við getum aðstoðað:

Við getum framkvæmt ferlið sjálf eða í samvinnu við viðskiptavininn, eftir óskum viðskiptavina. Við viljum tryggja að viðskiptavinurinn fá leiðsögn í gegnum allt ferlið og að fjármunum hans verði stýrt í samræmi við fjárfestingastefnu og áhættuþol viðskiptavinarins. Markmiðið er að viðskiptavinurinn viti að fjárstýringaraðilinn sé valinn með faglegum hætti og að fjármunum sé stýrt á grundvelli hans sérstöku þarfa og krafna.

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Did you find this useful?