Lausnir

Stefnumótun

Hvernig viljum við meta stefnu fyrirtækisins, þróa hana og skipuleggja? Hvernig á stýring fjármála að vera?

Stefnumótun

Rannsóknir sýna að þau fyrirtæki sem fylgja stefnu sinni í gegnum áætlanagerð, mælingar og eftirlit eru með mun betri afkomu en ella. Til að ná árangri er mikilvægt að það sé samræmi í skipulagi og framkvæmd í félaginu og að það sé hægt að mæla árangur og koma þeim upplýsingum til réttra aðila. Geta félagsins til að aðlagast breyttu markaðsumhverfi á fljótan og árangursríkan hátt er afgerandi til að ná árangri.

Deloitte hefur víðtæka reynslu í að þróa stefnumótun fyrirtækja sem gengur út frá því að skapa skýra framtíðarsýn varðandi árangursstjórnun samhliða stjórnun.

Við metum einnig núverandi stöðu til að geta lagt fram leiðarvísi. Leiðarvísirinn er grundvöllur þess að halda utan um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að skapa heildstæða og framúrskarandi árangursstjórnun.

Þörf er á að ákveða nákvæmlega hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar, í hvaða röð þær skulu framkvæmdar og hvaða stefna skal höfð að leiðarljósi.

Stefnan er ákvörðuð út frá viðtölum við stjórnendur, spurningalistum, fyrirliggjandi gögnum ásamt námskeiðum með þeirri áherslu að finna sameiginlegan vettvang og skilning á efni stefnunnar og merkingu hennar.

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Did you find this useful?