Fréttatilkynningar

Deloitte ráðgjafi við sölu Hreinsitækni ehf.

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Hreinsitækni ehf. og TFII slhf. um kaup þess síðarnefnda í félaginu.  

Reykjavík, 5. desember 2017

 

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Hreinsitækni ehf. og TFII slhf. um kaup þess síðarnefnda á meirihluta í félaginu. TFII slhf. er nýr framtakssjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa. Samkeppniseftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir kaupum.

Hreinsitækni var stofnað árið 1976 og býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í kringum landið heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Félagið ræður yfir stórum, öflugum og sérhæfðum tækjakosti og er leiðandi á sínu sviði. Þjónustustaðir félagsins eru yfir 40 um allt land en starfstöðvar félagsins eru í Reykjavík og á Akureyri. Seljendur félagsins munu áfram starfa með nýjum eiganda.

Söluferli félagsins hófst fyrr á þessu ári en fjölmargir aðilar sýndu áhuga á kaupum á félaginu. Niðurstaða fyrrgreinds ferlis var að ganga til samninga við TFII slhf. um sölu á meirihluta hlutafjár í félaginu. 

Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með söluferli félagsins og var ráðgjafi seljenda.

 

Did you find this useful?