Faglegt efni

Hegðun viðskiptavina tryggingafélaga

Niðurstöður könnunar

Deloitte sendi nýlega frá sér áhugaverða skýrslu sem inniheldur niðurstöður rannsóknar sem Deloitte gerði meðal viðskiptavina tryggingafélaga.

Hegðun viðskiptavina tryggingafélaga

Skýrslan ber heitið “What makes customer tick?” og fjallar um hegðun viðskiptavina og hvernig tryggingafélög geta bætt upplifun viðskiptavina sinna. 

Rannsóknin var gerð af Deloitte í Bretlandi og náði til 2.800 tryggingataka (fasteigna-, ökutækja- og innbústrygginga).  

Skýrslan greinir frá 5 helstu einkennum í hegðun viðskiptavina tryggingafélaga, rannsakar hvers vegna hegðun viðskiptavina virðist oft á tíðum órökrétt og reynir að varpa ljósi á af hverju viðskiptavinir hegða sér eins og þeir gera. 

Skýrsluna er hægt að nálgast hér til hliðar og nánari upplýsingar er einnig hægt að nálgast hér: What makes customer tick?

Did you find this useful?