Um okkur
Lögfræðiráðgjöf
Fagleg og áreiðanleg þjónusta
Í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af margvíslegum sviðum innan lögfræðinnar. Starfsfólk sviðsins veitir faglega og óháða ráðgjöf meðal annars á sviði félagaréttar, samningaréttar, fjármálaréttar og vinnuréttar. Þá býður starfsfólk sviðsins viðskiptavinum sínum vandaða ráðgjöf, frá upphafi til enda, í samruna- og yfirtökuferlum.
Þjónusta á sviði lögfræðiráðgjafar
Meðal þeirrar þjónustu á sviði lögfræðiráðgjafar sem Deloitte veitir má nefna:
- Stofnun félaga og útibúa, hækkun/lækkun hlutafjár ráðgjöf um málefni eigenda.
- Lögfræðilegar áreiðanleikakannanir.
- Ráðgjöf og samningar um kaup og sölu fyrirtækja.
- Ráðgjöf og skjalagerð m.a. vegna endurskipulagninga, skiptinga og samruna félaga.
- Gerð lánasamninga, leigusamninga og tengdra skjala.
- Aðstoð við skráningu félaga.
- Stjórnarhætti fyrirtækja, starfsreglur stjórna, starfskjarastefnur og gerð hluthafasamninga.
- Gerð ráðningarsamninga, starfslokasamninga og kaupréttarsamninga.
- Ráðgjöf á sviði erfðaréttar.
- Almenn samninga- og skjalagerð.
- Margvísleg aðstoð við innanhússlögfræðinga.
- Samskipti við stjórnvöld, þ.m.t. meðferð kærumála hjá stjórnvöldum og umsagnir um lagafrumvörp.