About us

Lögfræðiráðgjöf

Sérþekking starfsmanna Deloitte

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte veitir m.a þjónustu á sviði félagaréttar. Sérþekking starfsmanna sviðsins liggur einkum á þáttum í skipulagi, uppbyggingu og stjórnun félaga skv. hlutafélagalögum, samvinnufélögum, samlagsfélögum, sameignarfélögum, sjálfseignarstofnunum, félögum sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá sem og samþykktum einstakra félagsforma.

Þjónusta á sviði lögfræðiráðgjafar

Meðal þjónustulína á sviði lögfræðiráðgjafar má nefna:

• Stofnun félaga, hækkun/lækkun hlutafjár, starfsreglur stjórnar, o.fl.

• Gerð lögfræðilegra áreiðanleikakannanna.

• Ráðgjöf um kaup og sölu fyrirtækja.

• Ráðgjöf og skjalagerð m.a. vegna endurskipulagningar, skiptinga og samruna félaga. 

• Gerð lánasamninga og tengdra skjala.

• Aðstoð við skráningu fyrirtækja.

• Almenn samninga- og skjalagerð.

• Gerð ráðningarsamninga, starfslokasamninga, leigusamninga og kaupréttar- samninga.

• Ráðgjöf á sviði gjaldeyrislöggjafar, gerð undanþágubeiðna og samskipti við Seðlabanka Íslands. 

• Samskipti við yfirvöld.

• Ráðgjöf á sviði samkeppnismála.

• Ráðgjöf á sviði gjaldþrotaréttar.

Did you find this useful?