Lausnir

Samrunar og yfirtökur / Corporate M&A Law

Hvað þarf að hafa í huga?

Þegar aðilar hyggja á atvinnurekstur eru að mörgu að huga og mikilvægt að kortleggja ferlið allt frá stofnun fyrirtækis til reksturs þess og hugsanlegra slita. Á öllum þessum stigum koma til álita atriði sem snerta hag eigenda fyrirtækja og annarra, s.s. viðsemjenda, starfsmenn, kröfuhafa og skattyfirvalda.

Á fyrstu metrum skiptir miklu að velja það félagaform sem hentar best tilgangi og markmiðum rekstrarins og eigendum hans. Ólíkum félagaformum fylgja misjöfn réttindi og skuldbindingar, s.s. varðandi ábyrgð eigenda, skattlagningu rekstrarins, úttektir úr rekstrinum og opinbera upplýsingagjöf. Öll skjalagerð og opinber skráning, s.s. hjá ríkisskattstjóra, firmaskrá og fyrirtækjaskrá, tekur með einum eða öðrum hætti mið af því félagaformi sem valið er. Þau félagaform sem eru hvað algengust eru:

 • Hlutafélög
 • Einkahlutafélög
 • Sameignarfélög
 • Samlagsfélög
 • Samlagshlutafélög
 • Sjóðir
 • Sjálfseignarstofnanir

Þegar fyrirtækið hefur rekstur, að lokinni tilheyrandi opinberri skráningu, undirgengst það þar til gerð lög og reglur sem og eigin samþykktir sem hafa grundvallaráhrif á meginþorra ákvarðana sem teknar eru í rekstrinum. Þá er athöfnum eigenda og samspil þeirra og fyrirtækisins jafnframt settar ákveðnar skorður. Í þessu samhengi má t.a.m. nefna atriði á borð við:

 • Ábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna.[1]
 • Undirbúning og framkvæmd hluthafafunda.
 • Skráningu hluta og meðferð hlutafjár, s.s. lækkun eða hækkun þess.
 • Úthlutun arðs eða fjármuna að öðru leyti.
 • Minnihlutavernd hluthafa
 • Breytingar á samþykktum eða skipulagsskrám.
 • Hluthafasamkomulög.
 • Starfsreglur stjórnar og hlutverk fulltrúaráða.
 • Starfskjör stjórnenda.[2]
 • Færslu bókhalds og endurskoðun.
 • Gerð og skil ársreikninga og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar.
 • Gjaldeyrismál vegna erlendra viðskipta.[3]
 • Seinni tíma sameiningar eða skiptingar.[4]
 • Skattaleg staða fyrirtækisins og eigenda þeirra.
 • Upplýsingagjöf til opinberra aðila og eftirfylgni við skattalög.[5]

Þá skiptir ekki síður máli, að huga að lokum félags, en á leiðinni geta komið upp atvik sem leiða til greiðslustöðvana, nauðasamninga eða gjaldþrots, hins nýstofnaða félags. Oft hugsa stofnendur ekki um þessa þætti, því framtíðaráformin eru önnur. Engu að síður kann að vera nauðsynlegt að hafa vitneskju og upplýsingar um t.d. ábyrgð og ferli sem fer í gang varðandi t.d. úthlutun eigna. Hér koma einnig til skoðunar slit á félögum, hvort heldur það er við samruna eða félagið hættir störfum af öðrum ástæðum. Allt eru þetta ferli sem tengjast hagsmunum eigenda fyrirtækja og annarra sem að því koma og geta haft þýðingu við val á félagaformi.

[1] Sjá Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.

[2] Sjá Ráðningasamningar við stjórnendur og kaupréttaráætlanir.

[3] Sjá Gjaldeyrismál og atvinnulífið.

[4] Sjá Skatta- og lögfræðilegar áreiðanleikakannanir.

[5] Sjá Eftirfylgni við skattalög og úrlausn ágreinings.

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu sem veitir faglega og óháða ráðgjöf á sviði félagaréttar, skattaréttar og fjármálaréttar. Við höfum einnig mikla reynslu af hvers kyns lánasamningum og samskiptum við fjármálastofnanir og opinbera aðila. Sem hluti af alþjóðaneti Deloitte höfum við jafnframt aðgang að sérfræðingum í um 150 löndum og getum því aðstoðað íslensk fyrirtæki við að stofnsetja sig erlendis, að fenginni heimild Seðlabankans, og erlend fyrirtæki hérlendis.

Þjónusta okkar felst m.a. í:

 • Ráðgjöf í tengslum við stofnun fyrirtækja hérlendis og erlendis, t.d. varðandi val á félagaformi.
 • Aðstoð vegna stofnunar fyrirtækja, s.s. gerð stofnskjala og upplýsingagjöf til opinberra aðila.
 • Aðstoð vegna breytinga á samþykktum, skipulagsskrám og vegna hluthafasamkomulaga.
 • Ráðgjöf vegna opinberrar skráningar fyrirtækja á skipulega verðbréfamarkaði.
 • Aðstoð við undirbúning og framkvæmd hluthafafunda, s.s. fundarstjórn og gerð fundargerða.
 • Ráðgjöf og aðstoð gagnvart stjórnendum, s.s. gerð starfsreglna og heildstæð úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja.
 • Ráðgjöf í tengslum við meðferð hluta, s.s. umsjón með hlutaskrám, undirbúningur lækkunar og hækkunar hlutafjár, innlausn þess, útgáfu hluta og skráningu þeirra.
 • Ráðgjöf vegna endurskipulagningar fyrirtækja, breytingar á félagaformum, samruna, yfirtökur og áreiðanleikakannanir.
 • Ráðgjöf vegna greiðslustöðvana, nauðasamninga eða gjaldþrota auk aðstoðar við slit og afskráningu fyrirtækja.
 • Annars konar ráðgjöf, skjalagerð og samskipti við opinbera aðila á þessu sviði.

Hafðu samband sem fyrst og við aðstoðum þig við hefja atvinnurekstur á réttum forsendum sem endurspeglar tilgang hans og hag eigenda.