Lausnir

Gjaldeyrismál

og atvinnulífið

Í kjölfar upptöku hafta á gjaldeyrisviðskipti og tilteknar fjármagnshreyfingar í lok árs 2008 hafa margvísleg álitamál skapast í rekstri fyrirtækja hérlendis. Höftin fela í sér umtalsverðar takmarkanir á tilteknum viðskiptum sem áður þóttu sjálfsögð. Íslenskt atvinnulíf hefur því þurft að aðlagast öðru og strangara umhverfi, sem hefur að auki tekið reglulegum breytingum frá upptöku haftanna.

Þetta umhverfi hafta og undanþáguferla skapar bæði óvissu og áhættu sem fyrirtæki verða að bregðast við með viðeigandi ráðstöfunum, áður en af viðskiptum verður sem mögulega falla undir takmarkanir haftanna. Er það ekki síst mikilvægt í ljósi þungra viðurlaga við brotum á ákvæðum laga um gjaldeyrismál, sem eru grundvöllur haftanna, hvort sem brot er framið af gáleysi eða ásetningi. Þannig er Seðlabankanum heimilt að leggja dagsektir til að knýja fram upplýsingagjöf, leggja á stjórnvaldssektir í tilvikum brota og jafnframt að kæra brot til lögreglu, en þau geta varðað allt að tveggja ára fangelsi liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum.

Fyrirtæki geta þó óskað eftir undanþágum frá gjaldeyrishöftunum vegna viðskipta sem óheimil eru samkvæmt lögum um nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Það er svo í höndum Seðlabankans að leggja mat á það hvort undanþágubeiðni skuli samþykkt eða synjað.  

Þá eru tvær leiðir til að liðka fyrir erlendri fjárfestingu hingað til lands, annars vegar þátttaka í gjaldeyrisútboðum samkvæmt fjárfestingarleið Seðlabankans og hins vegar svokölluð nýfjárfestingarleið. Ólík skilyrði gilda um þessar tvær leiðir, en viðamiklar kvaðir fylgja þeirri fyrrnefndu.

"Umhverfi óvissu og áhættu"

Atriði sem þarf m.a. að hafa í huga:

 • Almennt eru höft ekki lögð á gjaldeyrisviðskipti eða fjármagnshreyfingar milli landa vegna vöru og þjónustukaupa, sbr. lög um gjaldeyrismál, en þó er skilaskylda á öfluðum gjaldeyri vegna slíkra viðskipta.
 • Skilgreiningin á því hvað felst í fjármagnshreyfingu á milli landa er rúm. Samkvæmt lögum um gjaldeyrismál felur fjármagnshreyfing á milli landa í sér yfirfærslu eða flutning á fjármunum milli landa og yfirfærslu eða flutning á fjármunum milli innlendra og erlendra aðila sem tengjast hinum ýmsu viðskiptum sem nánar eru tilgreind í lögunum. Gjaldeyrishöftin geta því haft áhrif á viðskipti sem eiga sér stað hér á landi, ef þau eru á milli innlendra og erlendra aðila.
 • Önnur gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar milli landa eru almennt óheimilar, jafnvel þó eiginlegur gjaldeyrir skipti ekki um hendur eða er fluttur milli landa s.s. vegna fjárfestinga í erlendum félögum, stofnun þeirra eða vegna uppgjörs viðskipta milli landa eða milli innlendra og erlendra aðila. Greiðslumáti vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga sem eru óheimilar skiptir almennt ekki máli, það er því það getur verið jafn óheimilt að greiða s.s. með greiðslukorti, reiðufé, millifærslum eða öðrum fjármálagerningum.
 • Ákveðnar undanþágur eru vegna lántöku og lánveitinga milli innlendra og erlendra aðila og þá eru jafnframt slík viðskipti milli félaga innan sömu samstæðu almennt undanþegin.
 • Öllum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast skal skilað inná innlánsreikning eða gjaldeyrisreikning í eigu þeirra hjá innlendu fjármálafyrirtæki innan 3 vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans.
 • Seðlabankinn hefur víðtækar heimildir til að afla, að viðlögðum dagsektum, allra þeirra upplýsinga sem bankinn telur nauðsynlegar og varða gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar.
 • Ef stefnt er að því að taka þátt í fjárfestingarleið eða nýfjárfestingarleið Seðlabankans er mikilvægt að vega og meta fjárhagslegan ábata fyrrnefndu leiðarinnar á móti því svigrúmi nýfjárfestingarleiðarinnar að geta alla jafna flutt fjármagnið óhindrað aftur úr landi við sölu fjárfestingarinnar.
 • Þó nokkrir aðilar eru undanþegnir tilteknum þáttum gjaldeyrishaftanna, svo sem innlend fyrirtæki með fjárfestingarsamning við ríkið og þá geta t.a.m. fyrirtæki sem hafa 80% af tekjum og 80% af gjöldum erlendis óskað eftir sambærilegum undanþágum.

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með viðamikla reynslu af helstu áhrifum gjaldeyrishafta á rekstrarumhverfi fyrirtækja og af samskiptum við Seðlabanka Íslands, s.s. í formi undanþáguumsókna.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við:

 • Mat á viðskiptum þíns fyrirtækis með hliðsjón af lögum um gjaldeyrismál.
 • Umsóknir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum.
 • Aðstoð og ráðgjöf vegna þátttöku í gjaldeyrisútboðum eða nýfjárfestinga hérlendis.
 • Annars konar ráðgjöf, skjalagerð og samskipti við Seðlabankann vegna gjaldeyrismála.

Hafðu samband og við tökum málið áfram með þér.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í gjaldeyrismálum:

Erna Sif Jónsdóttir

Erna Sif Jónsdóttir

Lögfræðingur

Erna Sif er verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.... Meira