Lausnir

Kaup og kjör

stjórnenda fyrirtækja

Þegar kemur að ráðningu stjórnenda er lykilatriði að starfskjör þeirra séu til þess fallin að þjóna langtímaárangri fyrirtækja, en feli ekki í sér hvata til að seilast eftir skammtímaárangri s.s. með óhóflegri áhættutöku. Það með hvaða hætti fyrirtæki haga þessum málum er æði misjafnt, allt frá því að bjóða eingöngu föst laun og til blöndu fastra launa og breytilegra á grundvelli kaupréttaráætlana þar sem jafnvel er gert ráð fyrir sérstökum viðbótar lífeyrisgreiðslum og starfslokagreiðslum.

Í sumum tilvikum hafa fyrirtæki komið sér upp sérstakri starfskjarastefnu um þessa þætti sem ætlað er að tengja saman hagsmuni stjórnenda og lengri tíma árangur fyrirtækja. Í öðrum tilvikum er að finna verulegar takmarkanir í lögum tengdar starfskjörum stjórnenda sem ætlað er sama hlutverk. Þá getur ákvarðanatöku um starfskjör stjórnenda verið hagað með ólíkum hætti. Þannig getur aðeins stjórnin komið að málum eða í samfloti með sérstakri starfskjaranefnd. Þá geta hluthafar jafnframt átt aðkomu að ákvörðun starfskjara stjórnenda, í gegnum starfskjarastefnu félagsins.

Það er engin ein leið sem hentar öllum fyrirtækjum, bæði hvað varðar skipulag starfskjara og ákvarðanatökuferli, en sama hvaða leið er valin skiptir miklu að sýna fyrirhyggju og vanda vel til verka.

Atriði sem þarf m.a. að hafa í huga:

 • Huga þarf að meginatriðum lögfræðilegrar skjalagerðar og úrlausn ágreinings.[1]
 • Gæta þarf að skilyrðum laga og reglna sem tengjast starfskjörum stjórnenda í einstaka atvinnugreinum, s.s. reglum um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga.
 • Virða þarf lögbundin ákvarðanatökuferli, takmarkanir tengdum starfskjörum sem finna má í samþykktum fyrirtækja og ákvarðanir þeim tengdum á hluthafafundum.
 • Gæta þarf að skattalegum áhrifum ólíkra starfskjarastefna, s.s. varðandi hlunnindi og ef stjórnendur inna sína vinnu af hendi að hluta erlendis.[2][3]
 • Huga ætti að ákvæðum leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem varða starfskjör stjórnenda, s.s. varðandi meginatriði starfskjarastefna.[4]
 • Skoða ætti að koma á fót sérstakri starfskjaranefnd, sérstaklega í tilviki stærri fyrirtækja og þeirra þar sem stjórnendur eiga sæti í stjórn.
 • Taka þarf mið af alþjóðlegri þróun þegar fyrirtæki eru í starfsemi erlendis, en stjórnvöld beggja vegna Atlantshafsins hafa reglulega lagt til tilteknar skorður tengdar starfskjörum stjórnenda.

[1] Sjá nánar Lögfræðileg skjalagerð og úrlausn ágreinings.

[2] Sjá nánar Eftirfylgni við skattalög og úrlausn ágreinings.

[3] Sjá nánar Skattamál starfsmanna.

[4] Sjá nánar Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og Stjórnarhættir fyrirtækja, 4. útgáfa, 2012, útgefnar af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og NASDAQ OMX Ísland

 

 

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu af samningsgerð sem og annarri skjalagerð tengdri starfskjörum stjórnenda fyrirtækja. Starfsfólk sviðsins veitir faglega og óháða ráðgjöf á sviði félagaréttar, skattaréttar og fjármálaréttar. Sem hluti af alþjóðaneti Deloitte höfum við jafnframt aðgang að sérfræðingum í um 150 löndum og getum því hæglega aðstoðað íslensk fyrirtæki þegar kemur að samningsgerð við stjórnendur t.d. í erlendum dótturfélögum.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við:

 • Ráðgjöf varðandi mótun starfskjarastefna og gerð þeirra.
 • Gerð kaupréttaráætlana.
 • Ráðgjöf varðandi hlutverk starfskjaranefnda.
 • Úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja, þ.m.t. starfskjarastefnu og árangursmati.
 • Skattaráðgjöf í tengslum við starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna.
 • Ráðgjöf varðandi einstaka ráðninga- og starfslokasamninga og gerð þeirra.
 • Aðstoð við úrlausn ágreinings.
 • Annars konar ráðgjöf, skjalagerð sem og samskipti við opinbera aðila á þessu sviði.

Hafðu samband og við aðstoðum þig við alla skjalagerð vegna samningsgerðar og annarra löggerninga.

 

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar okkar:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Forstöðumaður Viðskipta-og markaðstengsla

Haraldur I. Birgisson er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hóf störf hjá Deloitte í byrjun árs 2014. Hann er einn af meðeigendum Deloitte og er forstöðumaður Viðskipta- og markaðstengsla ásam... Meira

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Meðeigandi Deloitte, héraðsdómslögmaður

Guðbjörg er meðeigandi og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.... Meira