Lausnir

Kynjakvóti í stjórnum

Breytingar á lögum um hlutafélög

Hinn 1. september 2013 tók í gildi ákvæði hlutafélagalaga og einkahlutafélagalaga um kynjakvóta í stjórnum félaga. Vegna þessara ákvæða er nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja, að gæta að því hvort fyrirtæki þeirra heyri undir ákvæði laganna og gera viðhlítandi ráðstafanir til að undirbúa væntanlegt stjórnarkjör sem best, til hagsbóta fyrir félagið fyrir aðalfund 2013.

Ákvæði um kynjakvóta í lögum um hlutafélög og opinber hlutafélög

Þau félög, hvort heldur hlutafélög, einkahlutafélög eða opinber hlutafélög, sem á annað borð falla undir ákvæðin eiga ekki val um hvort kynjakvóti sé uppfylltur í takt við lagaákvæðin. Ef tilkynning berst ekki hlutafélagaskrár vegna kynjakvóta getur það varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári sbr. 156. gr. hlutafélagalaga, sbr. 130. gr. einkahlutafélagalaga. Með réttum undirbúningi verður stjórnin sterk og til hagsbóta fyrir félagið.

Hverjir falla undir regluna?

Í lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, skulu stjórnarmenn aldrei vera færri en þrír. Í félögum sem hafa a.m.k. 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli er skylt að gæta kynjahlutfalla, en hvort kyn skal ekki hafa lægra hlutfall en 40% í stjórn félagsins. Félög sem hafa 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu sundurliða upplýsingar um kynjahlutfall sitt í tilkynningu til hlutafélagaskrár.

Í lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 er skylt að hafa þrjá menn í stjórn, nema hluthafar séu fjórir eða færri, þá nægir að hafa einn eða tvo í stjórn einkahlutafélags. Ef einkahlutafélag uppfyllir sömu skilyrði um fjölda starfsmanna og hlutafélög gilda sömu reglur og að framan er getið.

Hvernig er valið í stjórn?

Þar sem gæta þarf að kynjahlutföllum getur verið nauðsynlegt að breyta samþykktum félagsins til samræmis við kynjakvótann og einnig getur verið nauðsynlegt að setja í samþykktir hvernig eigi að nálgast kynjakvótann með kosningafyrirkomulagi, sé það ekki nú þegar í samþykktum félags. Margar útfærslur eru til af þessu og verður að skoða í hvert sinn hvaða mögulega aðferð er heppilegust fyrir hvert félag.

Hvað með framkvæmdastjóra?

Við ráðningu framkvæmdastjóra skal gæta að kynjahlutföllum. Sérstaklega ef framkvæmdastjórar eru fleiri en einn.  Ef starfsmenn eru fleiri en 25 á ársgrundvelli skal sundurliðuð tilkynning um kynjahlutfall framkvæmdastjóra send hlutafélagaskrá.

Hvaða spurninga þarf að spyrja?

  • Á félagið undir skilgreiningu laganna?
  • Þarf að breyta samþykktum?
  • Hvernig verður valið í stjórnarkjöri á næsta aðalfundi 
  • Þarf að gefa framboði til stjórnarkjörs lengri tíma en venja er vegna breytinganna?

Getur þurft að breyta samþykktum félags vegna nýrra laga

Við erum fús til að aðstoða þitt félag við allt er viðkemur þessum breytingum

Pétur Steinn Guðmundsson

Pétur Steinn Guðmundsson

Héraðsdómslögmaður

Pétur Steinn er verkefnastjóri hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2010. Pétur Steinn hefur langa reynslu af atvinnulífinu og alþjóðlegum samskiptum. Helstu v... Meira

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Meðeigandi Deloitte, héraðsdómslögmaður

Guðbjörg er meðeigandi og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.... Meira