Lausnir

Lögfræðileg skjalagerð

og úrlausn ágreinings

Rekstrarákvarðanir eru teknar á tilteknum forsendum sem taka mið af fjölda ytri og innri þátta á borð við hagþróun, vænta þróun rekstrar, stefnu stjórnenda og skilmálum viðskipta. Svipað er uppi á teningnum þegar kemur að ákvörðunum einstaklinga og breytingar á högum eru fyrirséðar. Í þeim tilvikum þar sem fleiri koma að ákvarðanatöku þá er viðfangsefnið gjarnan að finna þann meðalveg þar sem allir aðilar ná markmiðum sínum.

Miklu skiptir að vanda vel til verka þegar kemur að því að skjalfesta tileknar ákvarðanir og í tilviki samninga að huga að öllum þáttum ferlisins frá upphafi. Með því er dregið úr líkum á að snurða hlaupi á þráðinn þegar ferlið er hafið eða jafnvel eftir að samningssambandið er komið á eða ákvarðanir teknar. Skakkaföll vegna ágreinings eða annmarka á ákvarðanatöku geta verið margvísleg, haft bæði bein og óbein áhrif á samningsaðila í formi kostnaðar eða hnekkja á orðspori sem jafnvel getur varað í talsverðan tíma, s.s. vegna málaferla fyrir dómstólum.

Atriði sem þarf m.a. að hafa í huga:

 • Greina þarf markmið og forsendur samningsgerðar og ákvarðanatöku.
 • Skýra þarf væntingar aðila til viðkomandi samnings og ákveða skilmála viðskiptanna.
 • Afla þarf gagna sem tengjast tilgangi og framkvæmd viðskiptanna.
 • Gæta þarf að skilyrðum laga og reglna sem tengjast viðkomandi viðskiptum, s.s. vegna gjaldeyrishafta, og huga að skattalegum afleiðingum þeirra.[1][2]
 • Auðkenna ætti möguleg ágreiningsefni í samningaviðræðum og halda til haga vanefndarúrræðum.
 • Tilgreina þarf ferla til að leysa úr ágreiningi komi hann upp, sérstaklega í tilviki alþjóðlegra viðskipta, s.s. með málshöfðum fyrir almennum dómstólum, gerðardómsmeðferð eða sáttamiðlun.
 • Afla getur þurft tiltekinna leyfa, skráninga eða samþykkis opinberra aðila, s.s. vegna þinglýsingu afsala, gerð kaupmála eða erfðaskráa.
 • Ljúka getur þurft tilteknum ferlum áður en af samningum getur orðið, s.s. um starfskjör stjórnenda fyrirtækja.[3]
 • Í ákveðnum tilvikum getur þurft að undirrita samninga með fyrirvara um málalok tiltekinna ferla, s.s. vegna athugunar samkeppnisyfirvalda á samruna tveggja fyrirtækja eða vegna nauðsynlegs samþykkis Seðlabanka Íslands um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál.

[1] Sjá Gjaldeyrismál og atvinnulífið.

[2] Sjá Eftirfylgni við skattalög og úrlausn ágreinings.

[3] Sjá Kaup og kjör stjórnenda fyrirtækja.

Að fenginni reynslu starfsmanna skatta- og lögfræðisviðs Deloitte er gjarnan þörf á umbótum í tengslum við lögfræðilega skjalagerð, einkum þegar kemur að lagaskilyrðum sem samningsaðilar voru ekki meðvitaðir um, skilmálum í flóknum viðskiptum, alþjóðlegum reglum í viðskiptum milli ríkja, ferlum við að leysa úr ágreiningi og opinberum skráningum í kjölfar samningsgerðar.  

Algengar brotalamir í skjalagerð fyrirtækja

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu af samningsgerð sem og annarri skjalagerð. Starfsfólk sviðsins veitir faglega og óháða ráðgjöf á sviði félagaréttar, skattaréttar,fjármálaréttar og gjaldeyrishafta. Við höfum einnig mikla reynslu af hvers kyns lánssamningum og samskiptum við fjármálastofnanir og opinbera aðila sem og af málflutningi í viðskiptatengdum málum í samstarfi við lögmannsstofu. Sem hluti af alþjóðaneti Deloitte höfum við jafnframt aðgang að sérfræðingum í um 150 löndum og getum því hæglega aðstoðað íslenska aðila við alls kyns samningsgerð tengda alþjóðlegum viðskiptum.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við:

 • Gerð viðskiptaskilmála og samningstilboða.
 • Gerð kaupsamninga um eignir, hlutafé og rekstur auk framkvæmd áreiðanleikakannana.
 • Gerð lánssamninga og skuldabréfa, auk skráningu þeirra.
 • Ráðgjöf vegna samningsgerðar, s.s. um skattamál og gjaldeyrishöft.
 • Gerð skjala um framsal eigna og veðsetningu þeirra, s.s. afsöl og tryggingarbréf.
 • Skráningu skjala hjá opinberum aðilum, s.s. hjá sýslumönnum
 • Ráðgjöf og gerð skráningarlýsinga við skráningu fyrirtækja á skipulegan verðbréfamarkað.
 • Gerð ráðningarsamninga við starfsmenn og kaupréttaráætlana/samninga við stjórnendur.
 • Gerð kaupmála, skilnaðarsamninga og erfðaskráa, auk frágangs vegna skipta á dánarbúum.
 • Aðstoð við úrlausn ágreinings, s.s. með málflutningi, gerðarmeðferð eða sáttamiðlun.
 • Annars konar ráðgjöf, skjalagerð og samskipti við opinbera aðila á þessu sviði.

Hafðu samband og við aðstoðum þig við alla skjalagerð vegna samningsgerðar og annarra löggerninga.

Nánari upplýsingar veitir:

Pétur Steinn Guðmundsson

Pétur Steinn Guðmundsson

Héraðsdómslögmaður

Pétur Steinn er verkefnastjóri hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2010. Pétur Steinn hefur langa reynslu af atvinnulífinu og alþjóðlegum samskiptum. Helstu v... Meira