Þjónusta

Samningaréttur og lögfræðileg skjalagerð

Að fenginni reynslu sérfræðinga Skatta- og lögfræðiráðgjafar Deloitte er gjarnan þörf á umbótum í tengslum við lögfræðilega skjalagerð, einkum þegar kemur að lagaskilyrðum sem samningsaðilar voru ekki meðvitaðir um, skilmálum í flóknum viðskiptum, alþjóðlegum reglum í viðskiptum milli ríkja, ferlum við að leysa úr ágreiningi og opinberum skráningum í kjölfar samningsgerðar.

Hjá Deloitte starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af samningagerð, sem og annarri skjalagerð, sem aðstoða samningsaðila við að greina þær þarfir og þau markmið sem að er stefnt með samningagerðinni.

Miklu skiptir að vanda vel til verka þegar kemur að því að skjalfesta tileknar ákvarðanir og í tilviki samninga að huga að öllum þáttum ferlisins frá upphafi. Með því er dregið úr líkum á að snurða hlaupi á þráðinn þegar ferlið er hafið eða jafnvel eftir að samningssambandið er komið á eða ákvarðanir teknar.

Atriði sem þarf meðal annars að hafa í huga:

 • Greina þarf markmið og forsendur samningagerðar og ákvarðanatöku.
 • Skýra þarf væntingar aðila og ákveða skilmála viðskipta.
 • Afla þarf gagna og upplýsinga sem tengjast framkvæmd viðskipta.
 • Gæta þarf að skilyrðum laga og reglna við samningagerð.
 • Auðkenna möguleg ágreiningsefni og halda til haga vanefndarúrræðum.
 • Tilgreina þarf ferla til úrlausnar ágreiningsefna ef til þeirra koma, svo sem í tilviki alþjóðlegra viðskipta o.s.frv.
 • Afla getur þurft tiltekinna leyfa.
 • Greining á nauðsynlegum skilyrðum og fyrirvörum vegna samninga.
 • Vanda þarf skjalagerð við stofnun, slit, skiptingu og samruna hjá félögum.

Skakkaföll vegna ágreinings eða annmarka á ákvarðanatöku geta verið margvísleg, haft bæði bein og óbein áhrif á samningsaðila í formi kostnaðar eða hnekkja á orðspori sem jafnvel getur varað í talsverðan tíma, svo sem vegna málaferla fyrir dómstólum. 

Sem aðili að alþjóðafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmastu Limited hefur Deloitte aðgengi að sérfræðingum í um 150 löndum og getur því hæglega aðstoðað íslenska aðila við hvers kyns samningagerð tengda alþjóðlegum viðskiptum.

Þjónusta Deloitte

Deloitte veitir víðtæka þjónustu á sviði samningaréttar og lögfræðilegrar skjalagerðar. Meðal verkefna sem Deloitte getur komið að eru:

 • Gerð viðskiptaskilmála og samningstilboða.
 • Gerð kaupsamninga, lánssamninga, skuldabréfa o.s.frv.
 • Ráðgjöf vegna samningagerðar.
 • Ráðgjöf og gerð skráningarlýsinga við skráningu á markað.
 • Gerð ráðningarsamninga, kaupréttarsamninga, áætlana o.s.frv.
 • Gerð kaupmála, skilnaðarsamninga og erfðarskrár, auk aðstoð við skipti.
 • Annars konar ráðgjöf, skjalagerð og samskipti við hið opinbera.
 • Ráðgjöf við stofnun, slit, skiptingu og samruna.

Nánari upplýsingar veita:

Pétur Steinn Guðmundsson

Pétur Steinn Guðmundsson

Héraðsdómslögmaður

Pétur Steinn er héraðsdómslögmaður og starfar í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2010. Pétur Steinn hefur langa reynslu af atvinnulífinu og alþjóðlegum sa... Meira