Þjónusta

Samrunar og yfirtökur

Í núverandi viðskiptaumhverfi eiga sér stað samrunar og yfirtökur af öllum stærðum og gerðum, og í mörgum tilvikum á milli landamæra. Af því leiðir sú nauðsyn að þeir sem veiti ráðgjöf við slík ferli búi yfir víðtækri þekkingu á því sviði, þar sem oftar en ekki þarf að taka mið af flóknum lagareglum.

Sérfræðingar skatta- og lögfræðisviðs Deloitte búa yfir þeirri þekkingu sem nauðsynleg er til þess að þjónusta fyrirtæki frá upphafi til enda í samruna- og yfirtökuferlum, allt frá gerð áreiðanleikakönnunar, í gegnum kaupsamningsferlið, og við samþættingu í kjölfar yfirtöku.

Atriði sem þarf meðal annars að hafa í huga:

  • Almennt þarf að framkvæma áreiðanleikakönnun á hinu keypta/selda til þess að greina virði félagsins, nauðsyn ábyrgðaryfirlýsinga o.s.frv.
  • Í upphafi er mikilvægt að vandað sé til verka, svo sem við gerð viljayfirlýsinga, kauptilboða o.s.frv., enda leggja slík skjöl oftar en ekki grundvöllinn að eftirfarandi viðskiptum.
  • Fyrirkomulag viðskipta getur leikið lykilhlutverk í arðsemi seljanda og/eða yfirtöku kaupanda, til dæmis val á milli eignasölu og sölu á hlutafé.
  • Vönduð skjalagerð er mikilvægur þáttur í ferlinu.
  • Almenn ráðgjöf í skiptir einnig höfuðmáli þannig að ferlið gangi snurðulaust fyrir sig, svo sem í tengslum við samskipti við starfsmenn í hinu selda, nauðsyn tryggðarsamninga o.s.frv.

Þá eru sérfræðingar skatta- og lögfræðisviðs í samstarfi við önnur svið innan Deloitte, svo sem fjármálaráðgjöf og endurskoðunarsvið, sem er til þess fallið að auka gæði þjónustunnar og líkur á árangursríkum samruna eða yfirtöku. Að auki erum við í nánu samstarfi við Deloitte skrifstofur í fjölmörgum öðrum löndum sem gerir okkur kleift að þjónusta fyrirtæki þvert á landamæri.

 

Þjónusta okkar felst meðal annars í vinnu við:

  • Heildstæða ráðgjöf við samruna og yfirtökur
  • Framkvæmd lagalegra áreiðanleikakannana.
  • Skjalagerð, þar á meðal kauptilboðsgerð eða yfirferð, kaupsamningsgerð, samningagerð við starfsmenn, hluthafasamkomulög, tilkynningar til yfirvalda o.s.frv.
  • Ráðgjöf og/eða aðstoð við samningaviðræður.

 

Hafðu samband og við aðstoðum þig við alla skjalagerð og framkvæmd nauðsynlegra gerninga í tengslum við samruna og yfirtökur. 

Nánari upplýsingar veita:

Bjarni Þór Bjarnason

Bjarni Þór Bjarnason

Meðeigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs

Bjarni Þór Bjarnason er sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs og einn af meðeigendum Deloitte. Bjarni hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði skatta- og félagaréttar. ... Meira

Pétur Steinn Guðmundsson

Pétur Steinn Guðmundsson

Héraðsdómslögmaður

Pétur Steinn er verkefnastjóri hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2010. Pétur Steinn hefur langa reynslu af atvinnulífinu og alþjóðlegum samskiptum. Helstu v... Meira

Andrea Olsen

Andrea Olsen

Liðsstjóri og lögfræðingur á skatta-og lögfr.sviði

Andrea Olsen er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Andrea hóf störf hjá Deloitte árið 2017 en var áður til margra ára lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Andrea er liðsstjóri á skatta- og lögfr... Meira