Um okkur

Iðnaður og framleiðsla

Sérfræðihópur

Iðnaður og framleiðsla er ein af undirstöðugreinum íslensks atvinnulífs. Deloitte hópurinn hefur lagt sérstaka áherslu á að þjóna fyrirtækjum á því sviði og vera leiðandi afl sérfræðiþekkingar fyrir iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki á Íslandi.

Iðnaður og framleiðsla

Miklar breytingar hafa orðið á þessu sviði á síðustu árum og má þar nefna flutning á framleiðslueiningum til landa með ódýru vinnuafli, auknar kröfur um skilvirkni og alþjóðavæðingu. 

Markmið hópsins er að tryggja að sérfræðingar hópsins séu meðvitaðir um hverjar helstu áherslugreinar einstakra atvinnugreina séu og hvar tækifæri liggja innan atvinnugreinarinnar. Einnig fylgjast sérfræðingarnir með ráðandi markaðsstraumum.

Nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði iðnaðar og framleiðslu veitir forsvarsmaður hópsins, Björn Ingi Victorsson, endurskoðandi og meiðeigandi, sími: 580-3000.

 

Dæmi um viðfangsefni fyrir iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki sem Deloitte hefur aðstoðað við eru:

 • Endurskoðun og reikningshald
 • Fjármála- og rekstrarráðgjöf
 • Skatta- og lögfræðiráðgjöf, hérlendis og erlendis
 • Samrunar og yfirtökur
 • Staðarval framleiðslueininga
 • Aukin skilvirkni í framleiðslu
 • Fjármögnun
 • Birgðastjórnun
 • Innra eftirlit og úttekt á öryggi tölvukerfa
 • Alþjóðavæðing
 • Samanburður kennistærða

Við þjónustum stór sem smá fyrirtæki, meðal annars í eftirfarandi greinum:

 • Áliðnaður
 • Endurvinnsla
 • Málmiðnaður
 • Netaframleiðsla
 • Vélvinnsla
 • Matvælaframleiðsla
 • Byggingarfélög
Did you find this useful?