Faglegt efni

Sérhæfð þjónusta

fyrir sveitarfélög og opinbera aðila

Rekstur sveitarfélaga er um margt frábrugðinn öðrum rekstri og því getur verið dýrmætt fyrirr sveitarstjórnarmenn að geta leitað til sérfræðinga á þessu sviði.

Sérsniðin þjónusta að þörfum sveitarfélaga

Með nýjum verkefnum sem sveitarfélögum er falið að leysa standa þau iðulega frammi fyrir ýmsum innri skipulagsbreytingum. Þá er þörf fyrir ýmsar kostnaðargreiningar og athuganir á því hversu hagkvæmt það getur verið að gera ýmsar deildir sjálfstæðari fjárhagslega. Og jafnvel hvort annað rekstrarform geti komið til greina. Samhliða breyttum reikningsskilum sveitarfélaga er jafnvel enn brýnna en ella að huga að þessum þáttum.

Undanfarið hafa sveitarfélög sameinast í mun ríkari mæli en áður og er talið að enn frekari sameininga sé að vænta. Því það á að vera sífellt verkefni að leita allra leiða til þess að gera rekstur þeirra hagkvæmari. Deloitte hefur haft það að leiðarljósi að geta veitt sveitarfélögum sem allra bestu þjónustu í tengslum við hinn fjölþætta rekstur sinn og hefur til þess metnað að gera enn betur.

Nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði sveitafélaga og opinberra aðila veitir Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, endurskoðandi og meðeigandi, anna.birgitta.geirfinnsdottir@deloitte.is simi: 580-3000. 

Virðisaukaskattur

Virðisaukaskattur snertir mörg svið í rekstri sveitarfélaga og opinberra aðila.

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte hefur víðtæka þekkingu og reynslu af virðisaukaskattsmálum sem tengjast sveitarfélögum og opinberum aðilum.

Sjá nánar um þjónustuna í bæklingnum hér til hliðar.

Þjónusta fyrir sveitarfélög og opinbera aðila

Sérsniðin þjónusta að þörfum sveitarfélaga

Deloitte býður sérfræðiþekkingu í málum sem snerta rekstur sveitarfélaga.

Við leitum viðeigandi lausna í hverju máli og leggjum heiður okkar undir að besti árangur náist.

Sjá nánar um þjónustana í bæklingnum hér til hliðar.

Did you find this useful?