Faglegt efni

Sjálfbærnikönnun Deloitte 2024

Jákvæð teikn á lofti í loftslagsaðgerðum fyrirtækja

Sjálfbærnikönnun Deloitte var nú framkvæmd í þriðja sinn en markmið hennar er að fá innsýn í vægi sjálfbærnimála í rekstri fyrirtækja. Þátttakendur voru um 2.100 stjórnendur í 27 löndum.

Helstu niðurstöður:

  • Um 85% fyrirtækja hafa aukið sjálfbærnifjárfestingar frá síðustu könnun. 
  • 70% stjórnenda telja að loftslagsbreytingar muni hafi mikil eða veruleg áhrif á stefnumótun og rekstur síns fyrirtækis næstu þrjú ár.
  • Tæplega helmingur stjórnenda segist vera umbreyta viðskiptamódeli sínu á þann hátt að það sporni gegn loftslagsbreytingum og/eða veiti mótvægi gegn áhrifum þeirra.
  • Helmingur stjórnenda hefur nú þegar hafið innleiðingu á tæknilausnum í reksturinn í því augnamiði að ná sjálfbærni- og loftslagsmarkmiðum fyrirtækisins og um 42% segjast líklegt að hefja þá vegferð á næstu tveimur árum.

 

Þá hafa aðildarfélög Deloitte á Norðurlöndum tekið saman niðurstöður Norðurlandanna og útbúið samanburðarskýrslu þar sem rýnt er í stöðu þeirra gagnvart öðrum þátttökulöndum.

Did you find this useful?