Faglegt efni

Endurskoðunarnefndir

Efst á baugi fyrir endurskoðunarnefndir

Deloitte leitast við að fjalla um áhugaverð efni fyrir stjórnir og endurskoðunarnefndir, m.a. með morgunverðarfundum.

Endurskoðunarnefndir

Deloitte hélt mjög svo áhugaverðan morgunverðarfund þann 23. nóvember sl. á Grand Hótel sem bar yfirskriftina "Efst á baugi fyrir endurskoðunarnefndir". Fjallað var um niðurstöður úr nýrri alþjóðlegri könnun um áherslur fyrirtækja á árinu 2016, auk þess sem stjórnarmaður og meðlimur endurskoðunarnefndar sagði frá reynslu sinni af nefndarstörfum. Góð mæting var á fundinn þar sem að tæplega 100 stjórnendur og meðlimir endurskoðunarnefnda mættu.

Hægt er að sjá erindi fundarins hér að neðan:

Evolution or Irrelevance - niðurstöður úr alþjóðlegri könnun meðal innri endurskoðenda - Sif Einarsdóttir meðeigandi hjá Deloitte.

Embracing Change - The Evolution of the Audit Committee - Danielle P. Neben ráðgjafi og stjórnarmaður hjá Landsbankanum.

Eftir framsögu voru pallborðsumræður um sama efni þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svörum ásamt Halli Símonarsyni innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem var þátttakenda frá Íslandi í könnuninni, og Halldóru E. Ólafsdóttur framkvæmdastjóra eftirlits hjá Fjármálaeftirlitinu.

Hér er hægt að sjá heildarniðurstöður úr erlendu könnun Deloitte.

Did you find this useful?