Lausnir

Innri endurskoðun

Reynsla og þekking

Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta og stuðlar þannig að því að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök nái markmiðum sínum. Áhrifarík innri endurskoðun stuðlar að því að stjórnendur fái tímanlegar og áreiðanlegar fjárhags- og rekstrarupplýsingar og geti með því brugðist skjótt við vandamálum sem upp koma í rekstrinum.

Er þitt fyrirtæki tilbúið að mæta auknum kröfum um fylgni við lög og reglur?

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana. Auknar kröfur um að fyrirtæki starfi í samræmi við lög og reglur og góða stjórnarhætti. Stjórnendur standa stöðugt frammi fyrir þessum áskorunum við stjórnun sinna fyrirtækja.

Mikil reynsla í innri endurskoðun

Deloitte hefur langa reynslu í innri endurskoðun fyrirtækja og stofnana, allt frá ráðgjöf til útvistunar innri endurskoðunar. Hjá Deloitte starfa fjölmargir sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu á innra eftirliti, áhættustýringu og góðum stjórnarháttum.

Umfang innri endurskoðunaráætlunar er alltaf ákveðið í samvinnu við viðskiptavini okkar. Við veljum síðan sérfræðinga í samræmi við umfang og eðli hvers verkefnis þannig að skili sem mestum ávinningi fyrir fyrirtækið þitt.


Við getum aðstoðað fyrirtæki þitt með:

  • Innri endurskoðun fyrir fyrirtæki og stofnanir (útvistað eða hlutvistað)
  • Innri og ytri gæðaúttektir á starfsemi innri endurskoðunardeilda
  • Ráðgjöf á sviði innra eftirlits og áhættustýringar
  • Sannprófun á virkni innra eftirlits
  • Ráðgjöf á sviði góðra stjórnarhátta í fyrirtækjum
  • Ráðgjöf til endurskoðunarnefnda, m.a. starfsreglur og verkefni endurskoðunarnefnda
  • Ráðgjöf til innri endurskoðunardeilda, þjálfun og kennsla starfsmanna í innri endurskoðun
  • Sérstakar rannsóknir á meðal annars sviksemi og á brotum á starfsreglum, lögum og reglum

Endilega hafðu samband við tengiliði okkar í innri endurskoðun og fáðu nánari upplýsingar. Við bjóðum þér velkomin/n á fund með sérfræðingum okkar til að ræða málin nánar. 

Deloitte Audit Executive Survey 2016

When an organism’s environment changes, it either evolves to meet the demands of its new world or it becomes extinct. So it is in business. In less than a generation, the business world has been transformed in terms of methods, markets, technologies, regulations, and risks.

Similar dynamics exist for functions within organizations. Those that evolve to meet the changing needs of the organization thrive and remain relevant. Those that do not become marginalized and irrelevant.

Did you find this useful?