Faglegt efni

Netvarnarþjálfun

Deloitte býður upp á árangursríka og einfalda leið til að upplýsa og þjálfa starfmenn um aukið netöryggi.

Áskorunin

Veiðipóstar, gagnagíslatökur, netárásir og þjófnaður á gögnum hafa aukist mikið á undanförnum misserum og því þurfa fyrirtæki að vera meðvituð um þær hættur sem þessu fylgir.  Að auki þarf að hafa í huga að ný persónuverndarlög Evrópusambandsins (e. General Data Protection Regulation) fela í sér auknar kröfur til fyrirtækja og stofnana um þjálfun starfsfólks þegar kemur að meðhöndlun rafrænna gagna. Mun því reyna reyna enn frekar á færni starfsfólks við að greina hætturnar sem leynast á netinu og hvernig skuli forðast þær.

Lausnin - Netvarnarþjálfun

Deloitte býður upp á árangursríka og einfalda leið til að upplýsa og þjálfa starfmenn um aukið öryggi á netinu. Við bjóðum aðgangsstýrt námsumhverfi á internetinu sem samanstendur af tólf stuttum myndböndum sem taka á mikilvægum efnisþáttum um örugga netnotkun. Atriði eins og meðhöndlun gagna og lykilorða, notkun samfélagsmiðla, hvernig bregðast skuli við netveiðipóstum (e.phishing) og örugg vefskoðun eru meðal þeirra efnistaka sem tekin eru fyrir. Hverju myndbandi er svo fylgt eftir með sjö til tíu spurningum um efni myndbandsins sem þarf að svara rétt til að starfsmaður hafi sýnt fram á hæfni sína í tilteknum efnisþátt. 

Lausnin er aðgengileg á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku.

Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum um netöryggisþjálfun Deloitte þá vinsamlegast hringdu í síma 580 3096 eða sendu fyrirspurn á netvarnir@deloitte.is

Did you find this useful?