Faglegt efni

Jólahugvekja um netöryggi

Netöryggi í aðdraganda jólanna

Í desembermánuði hefur borið mikið á því að verið er að senda út veiðipósta í nafni þjónustuaðila sem Íslendingar nýta sér mikið um þessar mundir. Ef þú ert að fá veiðipósta skaltu eyða þeim strax og/eða tilkynna þá til tölvudeilda fyrirtækja, þegar það á við.

En hvernig áttu að þekkja svona veiðipósta frá öðrum póstum? Mögulega áttu von á sendingu þessi jólin og því eðlilegt að þú hafir áhyggjur ef þú færð tilkynningarpóst þess eðlis að sendingin berist ekki nema að þú gefir upp ákveðnar upplýsingar. 

Það eru margar leiðir til þess að þekkja veiðipósta en hér eru 3 einfaldar og fljótlegar leiðir til þess að renna yfir í hvert sinn sem þú færð póst:

  1. Er samræmi milli nafns og netfangs sendanda?
    • Með því að færa músarbendilinn yfir nafn sendanda er hægt að sjá hvort netfangið á bakvið passi við nafnið.   
  2. Eru málfræðivillur áberandi?
    • Þó málfræðin í veiðipóstum fari stöðugt batnandi þá leynast nánast undantekningarlaust málfræðivillur í efni póstsins, svo sem röng beyging orða eða málvenjur brotnar.  
  3. Er verið að ávarpa þig sem almennan notanda?
    • Ef fyrirtæki er að senda á þig persónulega þá byrjar það ekki póstinn á „Kæri viðtakandi“, „Kæri viðskiptavinur“, „Góðan dag“ o.s.frv. 

Mikilvægt er að hafa í huga að opna aldrei viðhengi eða smella á vefslóðir í póstum sem þú þekkir ekki eða grunar að séu veiðipóstar. Enn mikilvægara er að hafa í huga að fyrirtæki óska ALDREI eftir kortaupplýsingum í gegnum póst eða eyðublað á netinu, sem oft finnst á bakvið vefslóð í póstum. 

Gefðu þér nokkrar sekúndur til að skoða ofangreind atriði áður en þú bregst við tölvupóstum og minnkaðu líkurnar á að fara netöryggisjólaköttinn þetta árið. 

Fleiri greinar og fróðleiksmolar

Deloitte birtir reglulega umfjöllun, greinar og fróðleiksmola er snúa að netvörnum, netöryggi og því sem ber að hafa í huga þegar vafrað er um Internetið. 

Did you find this useful?