Faglegt efni

Netgögn

Taktu stjórn á upplýsingum um þig á netinu

Algengt er að á vefsvæðum sé boðið upp á leiðir til að stýra upplýsingum sem við deilum með öðrum. Allt of algengt er að fólk skoði ekki þá möguleika sem eru í boði og deili því jafnvel óhóflega miklum upplýsingum um sig með fyrirtækjum og óviðkomandi einstaklingum. Hér að neðan eru fáein dæmi um þá möguleika sem eru í boði til að hafa stjórn á aðgengi annarra að upplýsingum um þig á Internetinu.

Facebook

Grunnfriðhelgisstillingar er miðstöð Facebook fyrir persónu- og friðhelgisupplýsingar og hér getur þú lært hvernig þú sérstillir friðhelgisstillingar þínar þannig að þú getur deilt efni með öruggum hætti ásamt því að skoða leiðir til að auka öryggi þíns reiknings. Ábendingar um hvernig hægt er að þekkja gervifréttir (e. fake news) má finna hér. Hér getur þú séð hvaða upplýsingar Facebook hefur um þig.

Google

Minn reikningur er miðstöð fyrir Google stillingar og verkfæri sem gerir þér mögulegt að tryggja gögnin þín, vernda friðhelgi þína og ákveða hvernig þínar upplýsingar geta gert þjónustu Google betri fyrir þig. Öryggisskoðunin leiðir þig í gegnum nokkur skref til að ganga úr skugga um að reikningurinn þinn sé öruggur og varinn. Yfirferð persónuverndarstillinga gerir þér mögulegt að endurskoða og stilla hvaða gögn Google notar til að gera upplifun þína persónulega ásamt því að uppfæra hvaða upplýsingar þú deilir með vinum eða birtir opinberlega. Þú getur lært meira um skuldbindingu Google gagnvart persónuvernd og öryggi á Privacy.Google.com.

Instagram

Á Instagram er að finna ábendingar um öryggistillingar. Þar er meðal annars boðið upp á leiðbeiningar fyrir foreldra. Á meðal þess sem hægt er að gera í öryggisstillingum er að loka á tiltekinn notanda, þannig að hann getur ekki skoðað þínar myndir/video eða leitað að þínum reikningi. Notendur eru ekki upplýstir um að þú hafir lokað fyrir þá. Þú getur sent tilkynningu á stjórnendur Instagram ef þú verður var/vör við móðgandi eða niðrandi myndir, video eða skilaboð sem berast þér í gegnum Instagram Direct.

Þú getur notað innbyggða virkni fyrir tilkynningar í Instagram til að tilkynna óviðeigandi innlegg, athugasemdir eða notendur sem ekki eru að fylgja reglum eða notkunarskilmálum Instagram.

Við stofnun á nýjum reikning er sjálfgefin stilling þannig að allir geta skoðað prófílinn þinn og innlegg á Instagram. Þú getur lokað á almenna birtingu þannig að einungis notendur sem þú hefur samþykkt geta skoðað innleggin þín. Ef þú stillir innleggin þín á einkabirtingu (e. private), geta aðeins notendur sem þú hefur samþykkt sem fylgjendur leitað að innleggjum frá þér og séð myndir í myndaflipanum, innlegg sem þú hefur taggað (e. hashtag) eða útfrá staðsetningu.
 

Twitter

Twitter býður upp á möguleikana að slökkva (e. mute), blokka (e. block) og tilkynna (e. report) efni eða notendur. Þegar þú skráir þig inn á Twitter getur þú valið um það hvort tvítin (e. tweets) eru opin öllum eða opin með takmörkuðum hætti. Fjallað er nánar um þessa eiginleika hér.

Twittergögnin þín sem er að finna undir "Settings and Privacy" sýnir upplýsingar um aðganginn þinn svo sem hvenær aðgangur var stofnaður, notendanafn, notendanúmer, netfang og símanúmer, tækjasögu þína (tæki sem þú hefur notað til að fara inn á aðganginn þinn), innskráningarsögu þína og aðrar upplýsingar eins og tengiliði sem þú hefur sett inn, skjalasafnið þitt, tengd smáforrit (e. apps) og þá notendur sem þú hefur lokað á. Hér má finna nánari upplýsingar.

Öryggi og friðhelgi í Chrome

Fótspor (e. cookies) eru upplýsingapakkar sem vafraforrit vista á tölvum notenda að beiðni vefþjóna. Fótspor geta verið nýtt á ýmsan hátt til dæmis með því að vista aðgangsorð, hegðunarmynstur notenda á netinu og fleira. Til að stilla hvernig Chrome meðhöndlar fótspor þá mælum við með að þú skoðir þessar upplýsingar í Chrome vafranum og smellið á chrome://settings/content/cookies.

Þú getur varið þína friðhelgi á netinu á margvíslegan hátt

Mikið magn upplýsinga er til á netinum um hvernig best er að auka öryggi þitt á netinu og þannig varið þína friðhelgi með skilvirkari hætti. Hér að neðan eru hlekkir á vefsíður og gagnlegar upplýsingar sem geta nýst netnotendum við að auka öryggi sitt á netinu.

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Átakið heldur úti vefsíðunni saft.is þar sem má finna útgefið efni átaksins og má nefna sem dæmi bæklinginn "Ung börn og snjalltæki - Grunnur að góðri byrjun".

"STOP. THINK. CONNECT. " er alþjóðlegt vakningarátak sem er ætlað að aðstoða notendur við að auka öryggi sitt á netinu. Átakið er unnið í stamstarfi við einkarekin fyrirtæki, félagasamtök og ríkisrekin fyrirtæki þar sem National Cyber Security Allicance og APWG fara fyrir verkefninu. Átakið var sett af stað í október 2010. Meðal efnis sem má finna á heimasíðu þeirra eru almenn ráð um hvernig best er að haga sér á netinu og ábendingar um notkun snjalltækja á netinu.


 

Fleiri greinar og fróðleiksmolar

Deloitte birtir reglulega umfjöllun, greinar og fróðleiksmola er snúa að netvörnum, netöryggi og því sem ber að hafa í huga þegar vafrað er um Internetið. 

Did you find this useful?