Faglegt efni

Netöryggi og netárásir

Dokkufundur 20.09.18: Ert þú næsta fórnarlamb netárásar? Fólk og ferlar - ekki bara UT

Þorvaldur Henningsson, yfirmaður netvarnarþjónustu Deloitte á Íslandi, verður með erindi á Dokkufundi 20. september 2018 sem ber yfirskriftina: Ert þú næsta fórnarlamb netárásar? Fólk og ferlar - ekki bara UT

Dokkufundurinn er haldinn hjá Deloitte, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, kl. 8:30 - 9:45.

Það eru algeng mistök hjá stjórnendum að halda að netöryggi snúist eingöngu um tækni og því eigi tölvudeildin ein að bera ábyrgð á netöryggi. Það er staðreynd að fólk og ferlar eru ekki síður mikilvægir þættir í netöryggi og það er þörf á samhentum aðgerðum hinna ýmsu deilda til að auka upplýsinga- og netöryggi.

Í þessum fyrirlestri mun Þorvaldur m.a. ræða um ábyrgð og hlutverk stjórnenda varðandi netöryggi og netvarnir. Fjallað verður um algengar leiðir til að stela upplýsingum og brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja og stofnanna. Einnig verður fjallað um skilvirkar leiðir fyrir stjórnendur til að lágmarka hættuna á að vinnustaðir þeirra verði fórnarlömb skaðlegra netárása.

Skráning á Dokkufundinn fer fram á vefsíðu Dokkunnar www.dokkan.is

Did you find this useful?