Faglegt efni

Persónuvernd - GDPR

Greinar og fróðleiksmolar um persónuvernd

Deloitte birtir reglulega umfjöllun um nýja persónuverndarlöggjöf út frá ýmsum hliðum og kynnir sína þjónustu í tengslum við hana.

Þann 15. júlí 2018 tóku gildi á Íslandi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og var þar með í lög leidd persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (e. GDPR). Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi og þurfa fyrirtæki nú að sýna fram á að þau geti verndað persónugreinanlegar upplýsingar einstaklinga, auk þess að vera í stakk búin til að upplýsa einstaklinga um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga þeirra.

Ný löggjöf hefur kallað á breytt vinnubrögð hvað varðar söfnun, skráningu og vistun persónuupplýsinga og stórauknar kröfur um eftirlit með áðurnefndum atriðum og skyldu til upplýsingagjafar. Eins hafa ákveðin fyrirtæki þurft að skipa sér persónuverndarfulltrúa (e. DPO). Ný löggjöf gefur yfirvöldum einnig auknar heimildir til sekta, og upplýsingagjafar um þau fyrirtæki sem teljast ekki uppfylla kröfur nýrrar löggjafar.

Did you find this useful?