Faglegt efni

Persónuvernd - GDPR

Ný reglugerð Evrópuþingsins um öflun, vistun og nýtingu persónuupplýsinga

Deloitte birtir reglulega umfjöllun um nýja löggjöf út frá ýmsum hliðum, og kynnir sína þjónustu í tengslum við hana. Hafir þú áhuga á umfjölluninni hvetjum við þig til að senda tölvupóst á netfangið GDPR@deloitte.is með efnislínunni „Skráning á póstlista“.

Þann 25. maí 2018 mun ný reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga taka gildi í Evrópu. Frá þeim degi munu fyrirtæki þurfa að sýna fram á að þau geti verndað persónugreinalegar upplýsingar einstaklinga, auk þess að vera í stakk búin til að upplýsa einstaklinga um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga þeirra, sé eftir því leitað. Þetta kallar á miklar breytingar í upplýsingakerfum og ferlum. 

Ný löggjöf mun kalla á breytt vinnubrögð hvað varðar söfnun, skráningu og vistun persónuupplýsinga og stórauknar kröfur um eftirlit með áðurnefndum atriðum og skyldu til upplýsingagjafar. Ný löggjöf gefur yfirvöldum einnig auknar heimildir til sekta, og upplýsingagjafar um þau fyrirtæki sem teljast ekki uppfylla kröfur nýrrar löggjafar.

______________________________________________

Aðstoð Deloitte

Sérfræðingar Deloitte í löggjöf um verndun persónuupplýsinga eru tilbúnir til að aðstoða þitt fyrirtæki og geta boðið upp á margvíslega þjónustu á sviði löggjafarinnar, en þar má nefna:·        

 • greiningu á núverandi stöðu og aðgerðaáætlun um þau skref sem þarf að stíga til að uppfylla nýja löggjöf
 • greiningu og skráningu á persónuupplýsingum sem unnið er með og flæði þeirra innan upplýsingakerfa
 • aðstoð við að útbúa skrá um vinnsluaðgerðir
 • ritun verklagsreglna um söfnun, skráningu, vistun og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu
 • aðstoð við samningagerð milli ábyrgðar- og vinnsluaðila
 • aðstoð við að framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd, og uppsetning ferla og vinnuskjala því tengdu
 • greining á öryggi við vinnslu og aðstoð við úrbætur
 • skilgreina og fræða um hlutverk persónuverndarfulltrúa, og ritun starfslýsingar og hæfniskrafna
 • verkefnastýringu á þessari vegferð
 • setja upp eftirlitsaðgerðir með að unnið sé í samræmi við kröfur
 • sjá um vinnustofur, námskeið og aðra fræðslu til starfsfólks

Auk þeirra sérfræðinga sem starfa innan Áhætturáðgjafar Deloitte vinnur Deloitte á Íslandi í náinni samvinnu við Deloitte í Danmörku, Noregi, Hollandi og Belgíu þar sem fyrir hendi er reynsla af mjög stórum og flóknum verkefnum á þessu sviði.

Faglegt efni: Samþykki samkvæmt GDPR
Faglegt efni: Hvað eru persónuupplýsingar?
Faglegt efni: Hvað eru persónuupplýsingar?
Faglegt efni: Innbyggð og sjálfgefin persónuvernd - einfaldlega góð ákvörðun!
Faglegt efni: Innbyggð og sjálfgefin persónuvernd - einfaldlega góð ákvörðun!
Faglegt efni: Persónuverndarfulltrúi
Did you find this useful?