Lausnir

Samfélagsábyrgð

Aukið virði fyrir samfélagið

Samfélagsábyrgð á að auka virði fyrir samfélagið í heild og fyrirtækin sjálf. Þess vegna snýst samfélagsábyrgð ekki um styrkveitingar eða að gefa fé til góðs málstaðar heldur hvernig fyrirtæki innleiðir í alla sína starfsemi samfélagsleg, umhverfisleg og siðferðisleg gildi með hag neytandans fyrir brjósti.

Sýnum samfélagsábyrgð í verki

Með því að leggja áherslu á samfélagsleg gildi hafa fyrirtæki góð áhrif á kaupendur þjónustu, birgja, fjárfesta, lánveitendur og aðra hagsmunaaðila sem getur leitt til þess að viðkomandi aðilar verða jákvæðari gagnvart fyrirtækinu og vörum og þjónustu þess og um leið haft jákvæð áhrif á samfélagið.

Við hjá Deloitte erum með meira en 15 ára reynslu af þjónustu við fyrirtæki vegna samfélagsábyrgðar um heim allan. Við byggjum á þessari reynslu og mælum með því að fyrirtæki innleiði hjá sér samfélagsábyrgð á kerfisbundinn hátt með því að hugsa um samfélagsábyrgð út frá upplifun viðskiptavinarins.

Við mælum með því að hugsa um samfélagsábyrgð sem virkan þátt í þeirri vöru eða þjónustu sem viðskiptavinurinn festir kaup á með því að auka virði hennar með jákvæðum áhrifum samfélagsábyrgðar.

Hér til hliðar er hægt að nálgast fréttabréf frá Deloitte í Danmörku um samfélagsábyrgð, en Deloitte á Íslandi og Deloitte í Danmörku hafa unnið náið saman á þessum vettvangi síðustu ár.

Þróun og horfur

Yfirlýsing Deloitte um markmið í loftslagsmálum

Sjá yfirlýsingu Deloitte um markmið í loftslagsmálum hér til hliðar.

Yfirlýsing Deloitte 30.6.2016
Did you find this useful?