Lausnir

Notenda- og aðgangsstýring

Er stýring á aðgangi, hlutverkum og lykilorðum fyrirferðarmikil og íþyngjandi? Góð notenda- og aðgangsstýring getur verið arðbær og veitt áreiðanlegt og öruggt aðgengi!

Ný tækni - auknar öryggiskröfur

Ný tækni, eins og skýjalausnir, gáttir og snjalltæki gera það að verkum að fyrirtæki flest þurfa að aðlaga sig sífellt flóknara tækniumhverfi. Einmitt þess vegna er mikil þörf á því að hagræða og einfalda notenda- og aðgangsstýringu, til hagræðingar fyrir tölvudeildina, fyrirtækið og starfsmenn.

Mikill hluti stærri fyrirtækja hafa innleitt eða eru um það bil að innleiða mismunandi aðferðir á þessu sviði, en fáir hafa náð fullri stjórn á sjálfvirkum ferlum í fjölþjóða umhverfi. Því hafa mörg fyrirtæki hag af því að taka í notkun árangursríka notenda- og aðgangsstýringu.

 

Sérhæfð þjónusta Deloitte

Það sem gerir Deloitte öðruvísi er:

  • Samstarf við helstu birgja
  • Reynsla af notenda- og aðgangsstýringu í fjölþjóðaumhverfi
  • Við getum sýnt fram á jákvæðar niðurstöður
  • Einstök notenda- og aðgangsstýringar aðferðarfræði

Okkar lausnir

Með því að snúa bökum saman með hæfustu birgjum á sviði notenda- og aðgangsstýringar nýtum við þekkingu Deloitte á sviði áhættustýringar og verkferla getum við veitt einstaka alhliða lausn.

Innan notenda- og aðgangsstýringar, hjálpum við meðal annars viðskiptavinum okkar með því að:

  • Stýra framkvæmd við innleiðingu nýrra lausna
  • Ráðgjöf vegna tækniumhverfis
  • Undirbúningur og greining á þörfum
  • Greining og aðlögun á gögnum til notkunar í tengslum við sjálfvirka ferla
  • Endurskoðun / Mat á lausnum
  • Verkefnastjórnun

 

Við hjá Deloitte getum hjálpað til við að koma á lausn sem leysir notenda- og aðgangsstýringu nútímans. Á hverjum tíma getum við veitt ráðgjöf um þann ávinning sem góð notenda- og aðgangsstýring bíður upp á.

Góð þekking á sviði áhættustýringar