Þjónusta

Ráðgjöf við eignastýringu hugbúnaðarleyfa

Til þess að hafa yfirsýn og stjórn á innkaupum og dreifingu hugbúnaðarleyfa er heildræn stýring nauðsynleg. Þetta kallar á samspil milli tækni, ferla og skipulagningar sem ætlað er að tryggja sjálfbærar og virðisaukandi lausnir sem geta dregið úr hættu á því að ekki sé farið eftir gildandi skilmálum og einnig stuðlað að sparnaði með hagræðingu á umsóknarferlum vegna hugbúnaðarleyfa og stýringu á dreifingu leyfa innan fyrirtækisins.

Tæknilegar framfarir, hnattvæðing og flóknar leyfisveitingar hafa í för með sér að mörg fyrirstæki og stofnanir eiga í erfiðleikum með að ná fullri stjórn á notkun hugbúnaðarleyfa. Á sama tíma hafa seljendur hugbúnaðalausna hert eftirlit á fylgni með viðeigandi leyfisskilmálum og jafnvel gert úttektir á viðskiptavinum sínum. Fyrirtæki sem vinna markvisst að því að hámarka stýringu á hugbúnaðarleyfum sínum eru betur í stakk búin til þess að mæta slíkum úttektum og einnig líklegri til þess að ná fram sparnaði í innkaupum hugbúnaðar.

Ráðgjafar Deloitte hafa víðtæka þekkingu á hugbúnaðarleyfum og stýringu á þeim. Þekkingin kemur annars vegar frá könnunum sem við höfum framkvæmt fyrir hugbúnaðarframleiðendur en hins vegar frá margra ára reynslu af ráðgjöf og innleiðingu lausna við eignastýringu hugbúnaðar (Software Asset Management).

Reyndir sérfræðingar okkar veita innsýn og óháða ráðgjöf með áherslu á þínar þarfir.

Við bjóðum fjölbreytta þjónustu sem innifelur meðal annars:

Grunnlínur

• Samantekt og greining á hugbúnaði sem notaður er á tölvubúnaði og netþjónum.

• Samantekt á samningum og innkaupum hugbúnaðarleyfa.

• Samanburður og afstemming á keyptum leyfum og raunverulegri notkun leyfa.


Skipulagsbreytingar

• Stefnumótun fyrir innkaup, dreifingu, stýringu og eftirlit með hugbúnaði.

• Greining á hlutverkum og ábyrgð varðandi innkaup, notkun, stýringu og eftirlit með hugbúnaðarleyfum.

• Þjálfun fyrir kaupendur, notendur og stjórnendur varðandi leyfisreglur og áhættu við hugbúnaðarnotkun.

Hagræðing og innleiðing lausna

• Greining á sparnaði og framförum

• Aðstoð við skilgreiningu á kröfum og val á viðeigandi lausn til eignastýringar.

• Aðstoð á innleiðingu lausna, þar á meðal sjálfvirkni í eftirfylgni leyfisskilmála.


Bæting ferla

• Bæting núverandi ferla við stýringu á innkaupum og dreifingu hugbúnaðar.

• Hagræðing á samstarfi við ytri aðila, þar með talið útvistunaraðila.

• Nýir ferlar fyrir viðbrögð varðandi leyfiseftirlit hugbúnaðarbirgja.

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur og við könnum hvernig við getum aðstoðað þig við stýringu hugbúnaðarleyfa

Nánari upplýsingar veita:

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafn... Meira