Þjónusta
Sjálfbærniráðgjöf
Sjálfbærni og loftslagsmál
Deloitte er leiðandi ráðgjafi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila um sjálfbæramframtíð, hvernig bregðast eigi við loftslagsáhættu og draga úr kolefnislosun og kolefnisjafna sig á fjárhagslegan, gagnsæjan og sjálfbæran hátt.
Deloitte býður upp á allsherjar þjónustu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála út frá viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS-viðmið).
Þjónusta Deloitte felur meðal annars í sér:
Ráðgjöf við innleiðingu á Flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy)
- Gloppugreining (e. gap analysis)
- Útreikningar á lykilmælikvörðum (KPI's)
- Lágmarksverndarráðstafanir
- Skýrslugjöf skv. 8. grein reglugerðarinnar
Innleiðing á CSRD tilskipuninni (e. Corporate Sustainability Reporting Directive)
- Tvöföld mikilvægisgreining (e. double materiality assessment)
- Gloppugreining (e. gap analysis)
- ESRS handbók
- Ráðgjöf við innleiðingu og undirbúning fyrir skýrslugjöf (t.d. út frá IRO kerfi Klappa)
Stefnumótun og skýrslugerð á sviði sjálfbærni (ESRS)
- Ráðgjöf við mótun sjálfbærnistefnu út frá lykilmælikvörðum og mótun aðgerðaáætlunar út frá tvöfaldri mikilvægisgreiningu skv. ESRS
- Aðstoð við gerð sjálfbærniskýrslu út frá grein 66. d) í ársreikningalögum, alþjóðlegum viðmiðum og viðurkenndum stöðlum
Sjálfbær fjármál
- Ráðgjöf við upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (e. SFDR)
- Framkvæmd á UFS áhættumati og greining á loftslagsáhættu (raunlæg og umbreytingaráhætta)
- Ráðgjöf við að setja upp grænan/sjálfbæran fjármálaramma og birta áhrifa- og framvinduskýrslu og staðfesting á skýrslugjöf tengt slíku
- Áreiðanleikakannanir (e. due diligence)
Kolefnisverkefni
- Stuðningur við ábyrga kolefnisjöfnun og undirbúningur fyrir vottun á skráðum kolefniseiningum
- Setning markmiða og aðgerðaáætlunar um kolefnishlutleysi út frá Science Based Targets Initiative
Ýmis önnur verkefni
- Staðfesting á UFS-uppgjöri (e. ESG reasonable/limited assurance), EU Taxonomy skýrslugjöf og grænu bókhaldi fyrirtækja
- Innleiðing á hringrásarhagkerfi
- Ráðgjöf við að meta líffræðilegan fjölbreytileika tengt starfsemi fyrirtækja
- Greining á virðiskeðju út frá áhættu tengdri mannréttindum, barnaþrælkun og spillingu
Nýjar evrópskar sjálfbærnireglugerðir tóku gildi 1. júní 2023 hér á landi og munu hafa þýðingarmikil áhrif á íslenskt efnahagslíf.