Lausnir

Spilling og mútur

Mörg fyrirtæki breiða starfsemi sína til vaxandi markaða á svæðum þar sem fyrirtækjamenning og markaðsaðstæður eru mjög frábrugðnar aðstæðum á Íslandi. Mögulegur fylgifiskur með slíkum vexti er aukin áhætta í sambandi við spillingu og mútur.

Spilling og mútur geta haft slæm áhrif – bæði á rekstrarniðurstöðu fyrirtækja og orðspor þeirra.

Í mörgum löndum er verið að herða reglur varðandi mútur og spillingu og mörg lönd hafa aukið fjármagnsveitingu til rannsókna og framfylgdar á slíkum lögum og reglum.  Það er því hagur fyrirtækja með útbreidda starfsemi að auka áherslu á að afhjúpa slík brot og skilgreina áhættu í sínum rekstri varðandi mútur og spillingu.

Ráðgjafar Deloitte aðstoða þig við að greina, meta og stýra áhættu auk þess að skipuleggja og framkvæma rannsóknir á aðstæðum þar sem grunur leikur á spillingu og mútum, bæði á Íslandi og erlendis.

Víðtæk reynsla Deloitte ráðgjafa á áhættu í tengslum við spillingu og mútur, stýringu slíkra áhættuþátta og framkvæmd rannsókna að viðbættu nánu samstarfi við alþjóðlega samstarfsmenn okkar hjá Deloitte í yfir 150 löndum stuðlar að einstakri þekkingu og innsýn í staðbundnar aðstæður viðkomandi landa og markaðssvæða.

Við aðstoðum þig meðal annars við:

Anti-Corruption/Anti-Fraud Consulting;
Ráðgjöf varðandi viðbrögð við spillingu og mútum, þar með talin áhættugreining, mat á innra eftirliti og þjálfun ábyrgðaraðila innan fyrirtækisins.

Compliance Assistance:
Ráðgjöf og aðstoð við stofnun og frekari þróun í eftirfylgni (compliance) með reglum auk innleiðingar á framkvæmd úttekta með áherslu á áhættu varðandi mútur og spillingu.

Corporate Investigations:
Við aðstoðum við skipulagningu á rannsóknum, meðhöndlun efnislegra og stafrænna sönnunargagna, greiningu á fyrirliggjandi upplýsingum og framkvæmd viðeigandi rannsókna í samræmi við aðstæður.

Third Party Due Dilligence;
Rannsókn á bakgrunni og orðspori einstaklinga og fyrirtækja sem hjálpar viðskiptavinum okkar að taka upplýsta ákvörðun um mögulegan ávinning eða tap af samstarfi við þá aðila.

Forensic Analytics;
Aðstoð við innleiðingu þróaðra greiningartóla, þar með talin gögn úr fjárhagskerfum (ERP systems) í því skyni að koma auga á leitni, mynstur eða frávik í gögnum sem mögulega er hægt að rekja til mútugreiðslna eða spillingar.

eDiscovery/Computer Forensic;
Aðstoð við að tryggja að gagnaöflun, úrvinnsla og greining/endurskoðun á viðeigandi stafrænum upplýsingum (til dæmis samskiptum í tölvupóstum, skjölum, spjalli osfrv.) skili sér hratt og auðveldlega við rannsóknir hvort sem rannsókn er framkvæmd af fyrirtækinu sjálfu eða Deloitte.