Lausnir

Upplýsingaöryggi

Er þitt fyrirtæki verndað?

Tilgangur upplýsingaöryggis er að vernda þekkingu, upplýsingar og gögn sem eru grunnurinn að þínu fyrirtæki.

Ör tækniþróun gefur íslenskum fyrirtækjum fjölmörg tækifæri til að þróa nýjar vörur og þjónustu. Þróunin er hröð en það eru tölvuþrjótar líka. Aldrei hafa fleiri fyrirtæki orðið fyrir tölvuinnbrotum en nú. Við aðstoðum viðskiptavini okkar að njóta ávinnings af aukinni upplýsingatæknivæðingu án þess að það grafi undan rekstraröryggi þeirra. Við sníðum lausnir í samræmi við núverandi áskoranir og ógnir sem fyrirtæki standa frammi fyrir.

Upplýsingatækniógnin er í eðli sínu alþjóðleg. Aðild Deloitte á Íslandi að alþjóðafyrirtækinu veitir aðgang að sérfræðiþekkingu um 4.000 sérfræðinga á þessu sviði um allan heim.

Undirbúa

 • Við metum upplýsingaöryggið í þínu fyrirtæki og aðstoðum við innleiðingu á öryggisáætlun.
 • Upplýsingaöryggismat: Við metum stöðu upplýsingaöryggis í fyrirtækinu þínu og gerum samanburð við önnur sambærileg fyrirtæki.
 • Upplýsingaöryggistefna: Við aðstoðum við mótun öryggisstefnu og útfærslu á henni til að auka upplýsingaöryggi í þínu fyrirtæki.
 • Upplýsingaöryggisáætlun: Við skilgreinum og styðjum við öryggisáætlun til að bæta öryggisráðstafanir í þínu fyrirtæki. 

 Skilja

 • Við greinum, metum og skipuleggjum varnir fyrirtækisins þíns gegn netárásum.
 • Greinum upplýsingatækniógnanir: Við greinum áhættur sem steðja að í upplýsingatæknimálum og tengjum þær við viðskiptaáhættur í fyrirtækinu þínu. Við aðstoðum við að efla áhættustýringuna með greiningartækjum sem meta raunverulegar ógnanir í þínu umhverfi.
 • Við hermum eftir mögulegum netárásum: Við prófum viðbúnaðaráætlun fyrirtækisins með því að herma eftir mögulegum árásum og endurskoðum verkferla í kjölfarið.
 • Þekking og þjálfun: Við aðstoðum við að þjálfa og auka þekkingu starfsmanna á upplýsinga­tækniógnunum. 

Vernda

 • Við prófum upplýsingaöryggið í þínu fyrirtæki og aðlögum öryggisvarnir í samræmi við aðsteðjandi ógnir á hverjum tíma.
 • Veikleikaprófanir: Hverjir eru veikleikar kerfisins og hvernig er mögulegt að misnota þá til að ná óviðeigandi aðgangi eða komast í leynilegar upplýsingar?
 • Nákvæmt áhættueftirlit: Innleiðing á háþróuðu eftirliti til að verjast upplýsingatækniglæpum, APT, innri ógnunum og svindli. 
 • Upplýsingatæknimiðstöð: Heilsdagsvöktun, njósnir og varnir frá okkar öryggismiðstöð.

Berjast

 • Við rannsökum og takmörkum tjón af völdum netárása
 • Krísustjórnun: Við samstillum aðgerðir gegn netárásum.
 • Rannsóknir:  Við rannsökum netárásir, orsakir og upptök þeirra, metum hvaða nauðsynlegar aðgerðir og öryggisráðstafanir þarf til að stemma stigum við árásum í framtíðinni.
 

Tölvuþrjótar gera árásir á hverjum degi. Er þitt fyrirtæki verndað?

Viltu vita meira? Hafðu samband við ráðgjafa okkar.

Guðni B. Guðnason

Guðni B. Guðnason

Yfirmaður upplýsingatækniráðgjafar

Guðni er tölvunarfræðingur frá HÍ og hefur margþætta reynslu af stjórnun upplýsingatæknideilda og uppbyggingu og stjórnun fyrirtækja. Guðni var forstöðumaður upplýsingatæknideildar Landsbankans, deild... Meira

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi og yfirmaður tölvuendurskoðunar

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Birna María hefur sinnt endurskoðun, reikningshaldi og ráðgjöf fyrir marga viðskiptavini Deloitte, ... Meira