Faglegt efni

Deloitte könnun

Staða greininga hjá fyrirtækjum

Könnunin var byggð á samblandi af rafrænum spurningalistum frá 100 fyrirtækjum og viðtölum við framkvæmdastjóra 35 fyrirtækja í norður Ameríku, Kína og Bretlandi. Var markmið könnunarinnar að fá betri skilning á gagnsemi greiningaraðgerða við stjórnun fyrirtækja í dag en jafnframt að fá betri sýn á það hvað framtíðin ber í skauti sér.

Niðurstöður könnunarinnar eru kynntar í skýrslu sem ber heitið „The Analytics Advantage“  þar sem farið er yfir það hvernig fyrirtæki nota greiningar til að styðja við ákvarðanatöku.

Lykilniðurstöður könnunarinnar:

  • Samkvæmt skýrslunni eru greiningaraðgerðir þegar orðnar mikilvæg auðlind í mörgum fyrirtækjum en minna en 20% fyrirtækja telja hins vegar að greiningaraðgerðir styðji ekki við stefnu fyrirtækjanna.
  • Nánast öll fyrirtækin telja að mikilvægi greiningaraðgerða muni aukast á næstu þremur árum.
  • Fyrirtækin telja sig þurfa að yfirstíga nokkrar lykil-hindranir þar sem stjórnun gagna og aðgangur að hæfu starfsfólki muni verða erfiðastar.  
Hér til hliðar er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni sem pdf skjal.
Deloitte Survey
Did you find this useful?