Lausnir

Dregið úr útgjöldum

Hvernig skal framkvæma sparnað og niðurskurð án þess að skera niður í kjarnastarfseminni?

Hvernig skal framkvæma sparnað og niðurskurð án þess að skera niður í kjarnastarfseminni?

Góð kostnaðarskerðing tryggir skynsamlegt jafnvægi milli kostnaðarsparnaðar, ,,quick-win“ og framsýnum möguleikum fyrir félagið.

Þrátt fyrir að efnahagsþrengingarnar árið 2014 sé í rénum vinna mörg fyrirtæki enn að því að minnka kostnað og bæta rekstrarfyrirkomulagið – stefna sem einnig sést hjá hinu opinbera. Áherslan er því að tryggja kerfislega nálgun á því hvernig hægt er að innleiða sem ákjósanlegastan rekstarsparnað þannig að fyrirtækið gangi inn í síðari hluta 2. áratugarins með auknum styrk og áherslum.

Deloitte hefur í mörg ár aðstoðað fyrirtæki og opinberar stofnanir við að innleiða alhliða sparnaðaráætlanir.

Árangur verkefnanna er marktækur sparnaður þar sem meirihluti markmiðanna næst innan 6-12 mánaða.

Sem ytri ráðgjafar gerum við okkar besta til þess að tryggja hlutlaust og sársaukalaust forskot sem samstundis uppfyllir væntingar.

Við hjálpum viðskiptavinum okkar meðal annars að:

  • Greina sparnaðarmöguleika með hjálp verkfæra eins og mælingarstjórnun, framkvæmdagreiningu, kostnaður við þjónustugreiningu, eyðslumynstur og stærri kostnaðargreiningar.
  • Yfirfara núverandi sparnaðaráætlanir byggt á okkar reynslu frá sambærilegum stofnunum/fyrirtækjum.
  • Framkvæma aðlögun rekstrarkostnaðar.
  • Skila ,,quick-wins“ með endurskoðun á mismunandi samningum ásamt því að útiloka óhagstæð verkefni.
  • Meðhöndla fyrirliggjandi hindranir til þess að koma í veg fyrir þekkta áhættu.
  • Fylgja eftir og skrá áunnin sparnað
  • Setja á stofn ný stjórnunarferli sem markvisst tryggir að kostnaður hækki ekki að nýju.