Faglegt efni

Deloitte Skatta Appið

Appaðu þig upp ...

Skatta-App Deloitte hjálpar notendum við að muna eftir mikilvægum skila- og greiðsludögum hjá ríkisskattstjóra. Skattadagatal Deloitte er því komið í nútímalegt horf í takt við það rafræna umhverfi sem við búum í.

Deloitte Skatta-App

Notandinn fær áminningu (notification) þegar t.d. greiðsludagur VSK er eða greiðsludagur staðgreiðslu og tryggingagjalds, svo dæmi sé tekið.

Áminningar eru flokkaðar niður í sex flokka; vsk, staðgreiðsla, fjármagnstekjuskattur, önnur gagnaskil, vörugjöld og aðrir skattar.  Notandinn getur því valið um hvaða flokka hann vill fá áminningu í, eftir því sem honum hentar og einnig hvenær hann vill fá áminninguna; þ.e. samdægurs, degi fyrr, o.s.frv.

Appið býður einnig upp á fréttaveitu, þar sem nýjustu fréttir frá Deloitte birtast, eins og t.d. fréttir um ráðstefnur, sbr. Skattadagurinn. Notandinn getur þá skráð sig á ráðstefnur og fundi í gegnum appið.  

Markmiðið er að auðvelda reksturinn fyrir notendum; "Appið léttir þér lífið".  Appið er frítt og er hannað fyrir IOS stýrikerfið (iphone) og Android stýrikerfið (Samsung t.d.)  Hægt er að ná í appið með því að fara í App Store og Play Store í símanum og leita að Deloitte Iceland. Notandinn stillir appið eftir sínum þörfum og getur látið það samkeyrast við dagatalið í símanum sínum.

 

App fyrir Android
Did you find this useful?