Faglegt efni

Faglegt efni

í fjölmiðlum

Reglulega birtast faglegar greinar frá sérfræðingum Deloitte í fjölmiðlum landsins. Hér er hægt að nálgast útgefið efni sérfræðinga Deloitte.

Dómur um kauprétt vinnuveitanda á hlutabréfum í sjálfum sér

Þann 9. mars s.l. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur (E-986/2015) um skattlagningu S, starfsmanns félagsins BG hf., vegna niðurfellingar kaupréttar félagsins á hendur S. 

Hér má sjá nánari umfjöllun um dóminn.

Hver er virðisaukaskattskvöðin á þinni fasteign?

Það er óhætt að segja að hugtökin „fasteign“ og „virðisaukaskattur“ séu eitthvað sem fæstum dettur í hug að spyrða saman, enda eru fasteignir almennt ekki hluti af virðisaukaskattskerfinu.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 25. febrúar 2016 og er hægt að sjá hér í heild sinni.

Ríkið vinnur skattamál í flestum tilvikum

Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður á skatta- og lögfræðisviði Deloitte flutti áhugavert erindi á Skattadeginum.

Hér til hliðar má sjá grein um erindi hans sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 14. janúar 2016

Er borin von að vinna Stóra Bróður ?

Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður á skatta- og lögfræðisviði Deloitte flutti áhugavert erindi á Skattadeginum.

Hér til hliðar má sjá grein um erindi hans sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Viðskiptablaðið 14. janúar 2016

Virðisaukaskattur leiðir til aukinna tekna frá ríkinu

"Þeir aðilar sem selja út þjónustu sem ber 11% virðisaukaskatt en greiða 24% virðisauka af aðföngum sínum eru í raun og veru að fá dálítinn ríkisstyrk."  Þetta segir Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte, en um komandi áramót eru fyrirhugaðar töluverðar breytingar á skattaumhverfi margra ferðaþjónustufyrirtækja.

Hér til hliðar er hægt að nálgast greinina í heild sinni, en hún birtist í Morgunblaðinu þann 27. júlí 2015.

Grein eftir Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Milliverðlagsreglurnar loksins tilbúnar?

Á mánudaginn í síðustu viku afgreiddi Alþingi frumvarp sem a.m.k. höfundar þessarar greinar hafa beðið eftir með talsverðri eftirvæntingu og vafalaust einstaka aðrir. Umrætt frumvarp var lagt fram 4. nóvember síðastliðinn og fól m.a. í sér breytingar á nýlegum milliverðlagsreglum sem tóku gildi 1. janúar 2014. Segja má að með samþykkt frumvarpsins hafi smiðshöggið loks verið rekið á innleiðingarferli og umfang reglnanna.

Hér til hliðar má sjá greinina í heild sinni, en hún birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 25. júní 2015.

Grein eftir Símon Þór Jónsson og Harald I. Birgisson á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Öfugir samrunar

Öfugir samrunar – nýr úrskurður yfirskattanefndar

Síðastliðin ár hefur fjöldi fyrirtækja fengið bakreikning frá skattyfirvöldum vegna hækkunar á opinberum gjöldum í tengslum við svonefnda öfuga samruna. Málin snúast um gjaldfærslu vaxta af lánum sem færst höfðu til fyrirtækjanna í kjölfar þessara samruna. Fyrir margar sakir eru mál þessi einkennileg og þá ekki síst þar sem skattyfirvöld settu ekki út á framkvæmdina fyrr en seint og um síðir. Niðurstaða dómstóla var engu að síður sú að umrædd vaxtagjöld hefðu ekki tengingu við rekstur fyrirtækjanna og voru því áður gjaldfærðir vextir fjarlægðir úr skattstofnum umræddra fyrirtækja.

Hér til hliðar má sjá greinina í heild sinni, en hún birtist í Viðskiptablaðinu 11. júní 2015.

Grein eftir Völu Valtýsdóttur og Jakob Björgvin Jakobsson á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Ívilnanir, samkeppnisraskanir og pólitísk samstaða

"Um þessar mundir rýnir atvinnuveganefnd Alþingis í frumvarp um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Frumvarpið hefur fengið töluverða umfjöllun síðustu vikur og svo virðist sem sitt sýnist hverjum um ágæti þess.

Á slíkum tímum er ágætt að staldra við og meta málin heildstætt út frá hagsmunum Íslands og varast að hörfa ofan í hefðbundnar pólitískar skotgrafir."

Hér til hliðar er hægt að nálgast greinina í heild sinni, en hún birtist í Viðskiptablaðinu þann 9. mars 2015.

Grein eftir Völu Valtýsdóttur og Harald I. Birgisson á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Flugvélaleiga og skattar

"Miðað við tölulegar upplýsingar frá almanaksárinu 2010 skilaði flugrekstur 102,2 milljörðum króna til vegrar landsframleiðslu (VLF) og var 6,6% af henni...  en það var þá hæsta hlutfall meðal landa heims."

Hér til hliðar er hægt að nálgast greinina í heild sinni, en hún birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 5. febrúar 2015.

Grein eftir Símon Þór Jónsson meðeiganda á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Nýjar milliverðlagsreglur og íslenskt atvinnulíf

Um síðustu áramót tóku gildi lög sem fela í sér nýjar og ítarlegar reglur um verðlagningu í viðskiptum milli tengdra aðila eða svokallaða milliverðlagningu (e. transfer pricing). Í grunninn byggja lögin á alþjóðlegum leiðbeiningareglum OECD á þessu sviði sem yfir 60 ríki hafa innleitt á síðustu áratugum.  

Hvatinn að baki þessu samhenta átaki ríkja liggur einkum í því að koma í veg fyrir skattasniðgöngu með óeðlilegri tilfærslu hagnaðar eða kostnaðar milli ríkja og jafnframt að draga úr hættunni á tvískattlagningu í milliríkjaviðskiptum.

Hér til hliðar er hægt að nálgast greinina í heild sinni, en hún birtist í Viðskiptablaðinu þann 6. mars 2014.

Grein eftir Símon Þór Jónsson, Harald I. Birgisson og Hólmfríði Kristjánsdóttur af skatta- og lögfræðisviði Deloitte
Did you find this useful?