Faglegt efni

Punkturinn 2. tbl. 2017

Fréttabréf um skatta- og lögfræðimál

Í þessum Punkti er m.a. fjallað um nýlega úrskurði yfirskattanefndar, dóm Hæstaréttar, sem byggir á að heimilt er að fjalla um brot á skattalögum í tveimur aðskildum málum og alþjóðlegar fréttir, þar á meðal umfangsmikið skattafrumvarp Bandaríkjanna.

1. Nýlegir úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður YSKN nr. 166/2017

Endurákvörðun sýslumanns á stimpilgjaldi vegna kaupa A á íbúðarhúsnæði á árinu 2014, sem byggðist á því að skilyrði fyrir helmingsafslætti af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis væru ekki uppfyllt í tilviki A þar sem umrætt íbúðarhúsnæði væri ekki til eigin nota í skilningi þágildandi reglna um stimpilgjald, var felld úr gildi með úrskurði yfirskattanefndar.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

Úrskurður YSKN nr. 151/2017

Kærandi, sem var framkvæmdastjóri X ehf. og eigandi helmings hlutafjár í félaginu, starfaði einnig fyrir félagið á vegum eigin einkahlutafélags, R ehf. Ríkissattstjóri taldi að greiðslur X ehf. til R ehf. vegna þessara starfa væru í raun sprottnar af vinnusambandi kæranda við X ehf. þannig að virða bæri sem launatekjur er tilheyrðu kæranda en ekki R ehf. Yfirskattanefnd féllst á ályktun ríkisskattstjóra um að virða bæri samningssambandið sem vinnusamning en ekki verksamning og greiðslur milli X ehf. til R ehf. sem launatekjur.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

Úrskurður YSKN nr. 146/2017

Mál þetta laut að skattlagningu kærenda vegna eignarhalds á félaginu X Ltd. á Bresku Jómfrúreyjum. Nánar tiltekið var deilt um færslu vegna gengisbreytinga sem ríkisskattstjóri felldi niður á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengistapi af starfsemi X Ltd. við yfirfærslu á afkomu félagsins í íslenskar krónur við skattlagningu hjá eiganda þess. Í úrskurði sínum reifaði yfirskattanefnd reglur um skattlagningu vegna eignarhalds lögaðila á lágskattasvæðum. Kom fram að þar sem sú skattlagning gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði væru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi, þó með tilgreindum frávikum, yrði að telja að það hefði þurft að koma sérstaklega fram í lögunum ef ætlunin hefði verið sú að þetta ætti ekki við um færslu gengismunar við útleiðslu skattstofna. Voru hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra því felldar niður.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

Úrskurður YSKN nr. 145/2017

Óumdeilt var að launatekjur frá erlendu félagi vegna starfa kæranda á vegum félagsins í Svíþjóð hafi verið vanframtaldar í skattframtölum. Ágreiningurinn snerist um frádrátt frá greiðslunum. Yfirskattanefnd taldi að kærendur hefðu ekki sýnt fram á að greiðslum til þeirra yrði að hluta til jafnað til dagpeninga, enda var greiðsla þeirra ekki nægilega sérgreind og afmörkuð af hálfu launagreiðanda. Þá var ekki talið sýnt fram á að tilfallandi ferðir utan venjulegs vinnustaðar hefði verið að ræða í skilningi skattmatsreglna. Kröfum kæranda var hafnað, þ.m.t. um niðurfellingu eða lækkun 25% álags, að því undanskildu að kröfur um frádrátt vegna flugfargjalda og leigu bifreiðar erlendis var vísað til ríkisskattstjóra til meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

2. Nýlegur dómur Hæstaréttar - Ne bis in idem

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 283/2016

X var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 og þannig látið undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 80 m.kr. Refsing hans fyrir héraðsdómi var þriggja mánaða fangelsi, en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var X jafnframt gert að greiða sekt til ríkissjóðs.

X krafðist þess fyrir Hæstarétti að málinu yrði vísað frá á þeim grundvelli að efnismeðferð og sakfelling í málinu færi í bága við 4. mgr. 7. gr. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð í sakamálum, en í málinu höfðu skattyfirvöld jafnframt endurákvarðað skatta X vegna tekjuáranna 2007 og 2008 og gert honum að greiða skatt af álagi á vantalinn skattstofn.

Byggt var á því í dómi Hæstaréttar að í íslenskri löggjöf væri heimilt að fjalla um brot á skattalögum í tveimur aðskildum málum, annars vegar á stjórnsýslustigi hjá skattyfirvöldum og hins vegar hjá lögreglu og fyrir dómstólum, þótt málin ættu rót að rekja til sömu eða samofinna atvika. Þá var jafnframt talið að rekin hefðu verið tvö aðskilin sakamál á hendur X vegna sama brots í skilningi ákvæðisins. Í því sambandi vísaði Hæstiréttur til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði í framkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið stæði því ekki í vegi að rekin væru tvö aðskilin mál á hendur sama aðila vegna skattalagabrots að því gefnu að ákveðnum skilyrðum væri fullnægt.

Dóminn má sjá í heild sinni hér.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

3. Alþjóðlegi Punkturinn: Skattafréttir frá Bandaríkjunum, Írlandi og Evrópusambandinu

Bandaríkin

Þann 6. nóvember kynnti Kevin Brady, formaður House Ways and Means Committe umfangsmikið skattafrumvarp, sem hefur verulega áhrif á bæði fyrirtæki og einstaklinga í landinu. Lögð er til m.a. breyting á alþjóðlegu skattaákvæðunum, þar á meðal ákveðnar breytingar sem draga úr áhrifum 20% vörugjöld (excise tax) á frádráttarbærum fjárhæðum sem greiddar eru eða stofnaðar af innlendum fyrirtækjum til erlendra fyrirtækja.

Fréttina má sjá í heild sinni á Skattaappi Deloitte – Deloitte tax@hand og hér.

Írland

Fjárlagafrumvarp Íra inniheldur nýjar ráðstafanir sem hafa áhrif á fyrirtæki þar í landi. Þar á meðal um frádráttarbærni vaxta af fjármögnun, sem mikið hefur verið í umræðunni þar í landi. Nýjungarnar í frumvarpinu viðurkenna einnig formlega flóknar uppsetningar á fyrirtækjasamstæðum. Þá er lagt upp með að fullgilda Fjölþjóðasamning gegn skattaundandrætti og skattsvikum (MLI) sem undirritaður var 7. júní 2017.

Fréttina má sjá í heild sinni hér.

Evrópusambandið

Þann 4. október síðastliðinn tilkynnti Evrópusambandið tillögu að breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Tillagan miðar að því að bæta og nútímavæða virðisaukaskattskerfið fyrir stjórnvöld og fyrirtæki, með hliðsjón af hnattvæðingu og stafrænu hagkerfi.

Fréttina má sjá í heild sinni hér.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

4. Fréttir og viðburðir framundan

  • 4. desember:  Gjalddagi áfengisgjalds vegna nóvember 2017
  • 5. desember: Gjalddagi virðisaukaskatts fyrir september-október 2017

          Gjalddagi skatts af raforku og heitu vatni fyrir tímabilið        september-október 2017

                                Gjalddagi gistináttaskatts fyrir september-október 2017

  • 15. desember: Eindagi staðgreiðslu vegna nóvember

                                  Eindagi fjársýsluskatts vegna nóvember

  • 28. desember: Gjalddagi úrvinnslugjalds vegna september-október 2017
  • 29. desember: Kærufrestur vegna álagningar lögaðila 2017 rennur út

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------

Getum við aðstoðað ?

Sérfræðingar Deloitte á skatta- og lögfræðisviði eru ávallt reiðubúnir að veita aðstoð á sviði skatta- og lögfræðimála.

Hér er hægt að skrá sig á póstlista Punktsins - punkturinn@deloitte.is 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Undir vörumerki „Deloitte“ sameinast kraftar þúsunda sérfræðinga sem starfa hjá sjálfstæðum félögum um allan heim við að veita viðskiptavinum þjónustu á sviði endurskoðunar, ráðgjafar, fjármála, áhættustjórnunar og skattamála. Þessi félög eru aðilar að Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL), sem er breskt einkahlutafélag (private company limited by guarantee). Hvert aðildarfélag veitir þjónustu á tilteknu landssvæði og er bundið þeim lögum og fagreglum sem þar gilda. Félagið DTTL innir ekki af hendi þjónustu til viðskiptavina. DTTL og aðildarfélög þess eru aðskildir og sérgreindir lögaðilar sem ekki geta skuldbundið hvert annað. DTTL og aðildarfélög þess bera eingöngu ábyrgð á eigin gjörðum eða vanrækslu en ekki á aðgerðum hvers annars. Hvert aðildarfélag DTTL er skipulagt í samræmi við innlend lög, reglugerðir, viðskiptavenju og aðra þætti, og getur veitt sérfræðiþjónustu á starfssvæði sínu í gegnum dótturfélög, tengd félög, og/eða önnur félög.

Deloitte veitir bæði opinberum aðilum og einkafyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum endurskoðunar-, skatta-, ráðgjafar- og fjármálaþjónustu. Alþjóðlegt sérfræðinet Deloitte tengir saman sérfræðinga í 150 löndum þannig að saman fari ítarleg staðbundin þekking og alþjóðleg hæfni, viðskiptavinum til hagsbóta. Hjá Deloitte starfa um 245.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu. 

Þetta rit inniheldur almennar upplýsingar; með útgáfu þess eru aðilar að sérfræðineti Deloitte, þ.e. Deloitte Touche Tohmatsu Limited, aðildarfélög þess eða samstarfsfélög, ekki að veita sérfræðiráðgjöf eða þjónustu. Ráðfærðu þig við fagaðila áður en þú tekur ákvörðun eða grípur til aðgerða sem gætu haft áhrif á fjármál þín eða viðskipti. Enginn aðili í sérfræðineti Deloitte skal gerður ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða hjá þeim sem reiðir sig á þetta rit.

© 2017 Deloitte ehf.

Did you find this useful?