Faglegt efni

Punkturinn 2. tbl. 2018

Fréttabréf um skatta- og lögfræðimál

Í þessum Punkti er fjallað um nýlega úrskurði yfirskattanefndar ásamt alþjóðlegum fréttum, þar á meðal niðurstöðu stjórnlagadómstóls Belgíu, þar sem ógiltur var svokallaður sanngirnisskattur. Þá er nýlegum dómi Hæstaréttar gerð skil, þar sem reyndi á innheimtu dráttarvaxta á tvö fasteignaveðslán. Jafnframt verður sagt frá Skattadegi Deloitte og Orator, sem heppnaðist vel eins og fyrri ár.

Deloitte og Orator teymið
Deloitte og Orator teymið

1. Skattadagur Deloitte og Orator

Meistaranemar við Háskóla Íslands í samstarfi við Deloitte, veittu almenningi endurgjaldslausa aðstoð við framtalsskil, þann 10. mars síðastliðinn. Að venju var fjölmennt á viðburðinn og mættu um 100 einstaklingar og óskuðu eftir aðstoð. Heppnaðist Skattadagurinn vel og ljóst að dagurinn hefur fest sig í sessi hvað framtalsskil einstaklinga varðar.

---------------------------------------------------------------------------------------------------

2. Nýlegir úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður YSKN í máli nr. 29/2018

Kærandi óskaði eftir lækkun tekjuskattsstofns gjaldárið 2017 vegna menntunar barns, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 90/2003. Talið var fortakalaust skilyrði ívilnunar vegna menntunar barns að um væri að ræða útgjöld manns vegna menntunar barna sinna 16 ára og eldri. Var kröfu kæranda um ívilnun vegna framhaldsskólanáms dóttur kæranda því hafnað.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

Úrskurður YSKN í máli nr. 22/2018

Í málinu var staðfest ákvörðun ríkisskattstjóra um að færa kæranda til skattskyldra arðstekna í skattframtali árið 2012, úthlutun fjármuna til kæranda við slit B, félags í eigu kæranda sem skráð var í Panama, á árinu 2011.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

 

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 21/2018

Í málinu var staðfest ákvörðun ríkisskattstjóra um að færa kæranda til skattskyldra arðstekna í skattframtali árið 2012, úthlutun fjármuna til kæranda við slit B, félags í eigu kæranda sem skráð var í Panama, á árinu 2011.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

3. Nýlegur dómur Hæstaréttar

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 159/2017

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fjármálafyrirtæki hefði verið óheimilt að krefjast dráttarvaxta vegna tveggja fasteignaveðslána sem voru í vanskilum á því tímabili sem einstaklingur hafði notið frestunar greiðslna samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Kom fram að samkvæmt fyrrnefndu ákvæði væri lánardrottnum óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfu sínum á meðan frestun greiðslna stæði. Þá skyldi samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ekki reikna dráttarvexti á kröfur þann tíma sem greiðsludráttur væri ef skuldari héldi af lögmætum ástæðum eftir greiðslu og var talið að svo hafi háttað til um hagi einstaklingsins það tímabil sem um ræddi í málinu.

Dóminn má sjá í heild sinni hér.

 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

4. Alþjóðlegi Punkturinn: Skattafréttir frá Belgíu, Hong Kong og Úkraínu

Belgía

Þann 1. mars síðastliðinn kom niðurstaða frá stjórnlagadómstól Belgíu, í máli sem margir höfðu beðið með eftirvæntingu, er varðaði umdeildan sanngirnisskatt (fairness tax) á ákveðnar arðgreiðslur. Dómstóllinn ógilti skattinn í heild sinni á grundvelli dómafordæmis Evrópudómstólsins (European Court of Justice) frá 17. maí 2017.

Fréttina má sjá í heild sinni hér.

Hong Kong

Fjárhagsáætlun Hong Kong fyrir 2018/2019 inniheldur tillögur til að auka samkeppnishæfni landsins sem fjármálamiðstöð fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki.

Fréttina má sjá í heild sinni hér

Úkraína

Úkraína tilkynnti um breytingar á skattalögum hvað varðar  milliverðlagsreglur, sem og breytingar sem áhrif hafa á tekjuskatt fyrirtækja (corporate income tax).

Fréttina má sjá í heild sinni hér

 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

5. Skiladagsetningar framundan

7. apríl

  • Lokaskiladagur atvinnumanna á einstaklingsframtölum utan rekstrar

16. apríl

  • Lokaskildagur atvinnumanna á einstaklingsframtölum með rekstur
  • Eindagi staðgreiðslu vegna mars
  • Eindagi fjársýsluskatts vegna mars

20. apríl

  • Gjalddagi fjármagnstekjuskatts af vöxtum og arði vegna tímabilsins 1. janúar- 31. mars 2018

30. apríl

  • Gjalddagi úrvinnslugjalds fyrir janúar-febrúar 2018

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------

Getum við aðstoðað ?

Sérfræðingar Deloitte á skatta- og lögfræðisviði eru ávallt reiðubúnir að veita aðstoð á sviði skatta- og lögfræðimála.

Hér er hægt að skrá sig á póstlista Punktsins - punkturinn@deloitte.is 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Did you find this useful?