Faglegt efni

Punkturinn 3. tbl. 2017

Fréttabréf um skatta- og lögfræðimál

Í þessum Punkti er fjallað um skattalegar áherslur nýrrar ríkisstjórnar, nýlega úrskurði yfirskattanefndar og alþjóðlegar fréttir, þar á meðal fréttatilkynningu Evrópusambandsins þar sem kynntar voru nýjar reglur í baráttunni gegn skattaundanskotum virðisaukaskatts. Jafnframt er Skattadagur Deloitte kynntur, en hann verður haldinn 11. janúar 2018.

Skattadagurinn 2018

Þann 11. janúar 2018 verður Skattadagur Deloitte haldinn. Að jafnaði sækja fundinn ríflega 200 manns ár hvert og segja má að dagurinn sé einn stærsti fundur ársins á sviði skattamála. Dagskrá verður kynnt síðar.

 

 

 

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

1. Skattalegar áherslur nýrrar ríkisstjórnar

Skattalegar áherslur nýrrar ríkisstjórnar

Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur verið mynduð. Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna verður m.a. lögð áhersla á eftirfarandi í skattamálum:

  • Lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi í samhengi við kjarasamninga.
  • Lækkun tryggingagjalds.
  • Hækkun fjármagnstekjuskatts í 22% samhliða endurskoðun skattstofns hans.
  • Áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verða lögð til hliðar.
  • Hugað verður að breytingum á skattlagningu á tónlist, íslensku ritmáli og fjölmiðlum.
  • Kolefnisgjald hækkað um 50% strax í upphafi kjörtímabils og áfram hækkað á næstu árum í takt við væntanlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
  • Hugað verður að heildarendurskoðun á gjaldtöku í samgöngum, svokölluðum grænum sköttum og skattaívilnunum, þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum.

 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

2. Nýlegir úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður YSKN nr. 167/2017

Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld kærenda og færði þeim til tekna reiknað endurgjald vegna vinnu í þágu eigin einkahlutafélags á árinu 2014. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi af yfirskattanefnd þar sem talið var að verulegir annmarkar hefðu verið á meðferð málsins hjá ríkisskattstjóra.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

 

Úrskurður YSKN nr. 166/2017

Endurákvörðun sýslumanns á stimpilgjaldi vegna kaupa A á íbúðarhúsnæði á árinu 2014 var felld úr gildi af yfirskattanefnd, en sýslumaður byggði ákvörðun sína á að skilyrði fyrir helmingsafslætti af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis væru ekki uppfyllt þar sem umrætt íbúðarhúsnæði væri ekki til eigin nota A í skilningi þágildandi reglna um stimpilgjald. Yfirskattanefnd taldi að málsmeðferð sýslumanns hefði verið verulegum annmörkum háð þar sem sýslumaður hefði ekki séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst og ekki gefið A kost á að nýta andmælarétt sinn.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.


Úrskurður YSKN nr. 155/2017

Kærandi fékk fasteign sem fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Álitamálið snéri að því hvort heimilt væri að draga áhvílandi veðskuldir á fasteigninni frá skattstofni erfðafjárskatts vegna hins fyrirframgreidda arfs. Yfirskattanefnd taldi lagaheimild skorta fyrir frádrætti skulda arfláta frá skattstofni erfðafjárskatts vegna fyrirframgreiðslu arfs. Kröfu kæranda var því hafnað.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

 

Úrskurður YSKN nr. 154/2017

Deilt var um hvort kostnaður vegna vaxtagjalda og kostnaður sem félli til erlendis gæti talist framleiðslukostnaður sem myndaði stofn til endurgreiðslu samkvæmt lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að skilyrði fyrir endurgreiðslu kostnaðar væri að hann félli til á evrópska efnahagssvæðinu. Varðandi vaxtagjöldin þá var litið til þess að um væri að ræða reiknaða vexti af láni frá móðurfélagi til dótturfélags og litið á lánið sem fjárframlag. Kröfu kæranda var hafnað.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------

3. Alþjóðlegi Punkturinn: Skattafréttir frá Þýskalandi, Frakklandi og Evrópusambandinu

Þýskaland

Samkvæmt ákvörðun þýska skattadómstólsins (BFH) er hagnaður af sölu hlutabréfa í eigu aðila með takmarkaða skattskyldu í Þýskalandi undanþegin skattlagningu þar í landi.

Fréttina má sjá í heild sinni hér.

Frakkland

Lög um fjármál og fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 voru uppfærð þann 14. nóvember síðastliðinn. Breytingarnar innihalda ráðstafanir sem munu hafa áhrif á fyrirtæki sem stunda viðskipti í landinu.

Fréttina má sjá í heild sinni hér.

Evrópusambandið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út fréttatilkynningu þann 30. nóvember síðastliðinn, þar sem kynntar voru nýjar reglur í baráttunni gegn undanskotum virðisaukaskatts. Fyrirhugaðar reglur miða að því að gera ESB ríkjum kleift að skiptast á mikilvægum upplýsingum og vinna betur saman í baráttunni gegn skattaundanskoti virðisaukaskatts.

Fréttina má sjá í heild sinni á Deloitte tax@hand

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Getum við aðstoðað ?

Sérfræðingar Deloitte á skatta- og lögfræðisviði eru ávallt reiðubúnir að veita aðstoð á sviði skatta- og lögfræðimála.

Hér er hægt að skrá sig á póstlista Punktsins - punkturinn@deloitte.is 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Undir vörumerki „Deloitte“ sameinast kraftar þúsunda sérfræðinga sem starfa hjá sjálfstæðum félögum um allan heim við að veita viðskiptavinum þjónustu á sviði endurskoðunar, ráðgjafar, fjármála, áhættustjórnunar og skattamála. Þessi félög eru aðilar að Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL), sem er breskt einkahlutafélag (private company limited by guarantee). Hvert aðildarfélag veitir þjónustu á tilteknu landssvæði og er bundið þeim lögum og fagreglum sem þar gilda. Félagið DTTL innir ekki af hendi þjónustu til viðskiptavina. DTTL og aðildarfélög þess eru aðskildir og sérgreindir lögaðilar sem ekki geta skuldbundið hvert annað. DTTL og aðildarfélög þess bera eingöngu ábyrgð á eigin gjörðum eða vanrækslu en ekki á aðgerðum hvers annars. Hvert aðildarfélag DTTL er skipulagt í samræmi við innlend lög, reglugerðir, viðskiptavenju og aðra þætti, og getur veitt sérfræðiþjónustu á starfssvæði sínu í gegnum dótturfélög, tengd félög, og/eða önnur félög.

Deloitte veitir bæði opinberum aðilum og einkafyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum endurskoðunar-, skatta-, ráðgjafar- og fjármálaþjónustu. Alþjóðlegt sérfræðinet Deloitte tengir saman sérfræðinga í 150 löndum þannig að saman fari ítarleg staðbundin þekking og alþjóðleg hæfni, viðskiptavinum til hagsbóta. Hjá Deloitte starfa um 245.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu. 

Þetta rit inniheldur almennar upplýsingar; með útgáfu þess eru aðilar að sérfræðineti Deloitte, þ.e. Deloitte Touche Tohmatsu Limited, aðildarfélög þess eða samstarfsfélög, ekki að veita sérfræðiráðgjöf eða þjónustu. Ráðfærðu þig við fagaðila áður en þú tekur ákvörðun eða grípur til aðgerða sem gætu haft áhrif á fjármál þín eða viðskipti. Enginn aðili í sérfræðineti Deloitte skal gerður ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða hjá þeim sem reiðir sig á þetta rit.

© 2017 Deloitte ehf.

Did you find this useful?