Faglegt efni

Punkturinn 1. tbl. 2017 - PRUFA

Fréttabréf um skatta- og lögfræðimál

Karl Óli: Hér þarf 1-2 setningar um hvað þessi Punktur fjallar um...smá summary

1. Úrskurður YSKN nr. 146/2017

Mál þetta laut að skattlagningu kærenda vegna eignarhalds á félaginu X Ltd. á Bresku Jómfrúreyjum. Nánar tiltekið var deilt um færslu vegna gengisbreytinga sem ríkisskattstjóri felldi niður á þeim grundvelli að ekki væri til að dreifa gengishagnaði eða gengistapi af starfsemi X Ltd. við yfirfærslu á afkomu félagsins í íslenskar krónur við skattlagningu hjá eiganda þess. Í úrskurði sínum reifaði yfirskattanefnd reglur um skattlagningu vegna eignarhalds lögaðila á lágskattasvæðum. Kom fram að þar sem sú skattlagning gerði ráð fyrir því að tekjur hins íslenska skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði væru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi, þó með tilgreindum frávikum, yrði að telja að það hefði þurft að koma sérstaklega fram í lögunum ef ætlunin hefði verið sú að þetta ætti ekki við um færslu gengismunar við útleiðslu skattstofna. Voru hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra því felldar niður.


Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

2. Úrskurður YSKN nr. 141/2017

Í máli þessu taldi yfirskattanefnd að í ljósi tilgangs löggjafans með lagasetningu um auðlegðarskatt, að einungis hefði verið ætlunin að víkja frá meginreglu laga um eignfærslu hlutabréfa í þeim tilvikum er raunvirði hlutabréfa væri hærra en næmi nafnvirði þeirra. Var kröfu kærenda um að miða eignarhlutinn við skattalegt bókfært eigið fé félagsins hafnað.


Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

3. Alþjóðlegi Punkturinn: Skattafréttir frá Danmörku, Japan, Spáni og Hollandi

Danmörk

Tveir nýlegir úrskurðir frá danska skattaráðinu gefa skýra mynd af því hvernig minniháttar viðvera í Danmörku getur leitt til skattlagningar fyrir erlend fyrirtæki á grundvelli PE (Permanent establishment).

Fréttina má sjá í heild sinni hér

Japan
Skattasamningur var undirritaður milli Japans og Eistlands sem innihélt BEPS tengd ákvæði. Þá var ætlunin að auki að koma í veg fyrir tvísköttun.

Fréttina má sjá í heild sinni hér

Holland

Fjármálaráðuneytið gaf út tillögu að nýrri löggjöf sem innihélt breytingar á arðgreiðsluskatti í kjölfar opinbers samráðs sem hófst í maí á þessu ári. Þá var einnig lögð til breyting á lögum um erlenda skattgreiðendur (non-residents) í fyrirtækjarekstri.

Fréttina má sjá í heild sinni hér

Spánn

Skattayfirvöld birtu reglugerð þar sem samþykkt var að taka upp nýtt form sem aðilar í fyrirtækjarekstri eiga að nota við að tilkynna ákveðin viðskipti milli tengdra aðila og öll viðskipti við aðila á lágskattasvæðum.
Fréttina má sjá í heild sinni hér

4. Fréttir og viðburðir framundan

• 1. október: Byrjað að taka á móti umsóknum um endurgreiðslu á staðgreiðslu
• 3. október: Gjalddagi áfengisgjalds vegna september 2017
• 5. október: Gjalddagi gistináttaskatts fyrir júlí-ágúst 2017
• 16. október: Eindagi fjársýsluskatts vegna september
• 20. október: Gjalddagi fjármagnstekjuskatts af vöxtum og arði vegna 1. júlí – 30. september 2017
• 30. október: Álagning lögaðila 2017
• 30. október: Gjalddagi úrvinnslugjalds fyrir júlí-ágúst 2017

5. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 78/2016

Í máli þessu krafðist B ehf. endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á svonefndu eftirlitsgjaldi sem lagt hafði verið á innflutning félagsins á ávöxtum og grænmæti á grundvelli reglugerðar nr. 525/2007 um innheimtu eftirlitsgjalds af innflutningi plantna, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 51/1981.

Í forsendum dómsins kemur m.a. fram að með hliðsjón af forsögu gjaldtökuheimildarinnar, sem og þeim reglum er giltu um álagningu þjónustugjalda, sé ráðherra heimilt að ákveða framangreinda fjárhæð þannig að tekjur af gjaldinu stæðu aðeins undir kostnaði við alla vinnu sem væri í nánum efnislegum tengslum við þær eftirlitsaðgerðir sem kveðið væri á um í reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum. Á hinn bóginn yrði greiðendum ekki gert að standa straum af kostnaði við vinnu sem félli utan þess sem síðastgreind reglugerð mælti fyrir um.

Með hliðsjón af tilhögun gjaldtökunnar og að því virtu að umrætt eftirlitsgjald hafði staðið alfarið undir starfsemi plöntueftirlits, sem einnig hafði tekið til annarra þátta en innflutnings á plöntum og plöntuafurðum, taldi dómurinn að gjaldtakan ætti sér ekki lagastoð og féllst því á kröfur B ehf.

Dóminn má sjá í heild sinni hér.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Getum við aðstoðað ?

Sérfræðingar Deloitte á skatta- og lögfræðisviði eru ávallt reiðubúnir að veita aðstoð á sviði skatta- og lögfræðimála.

Hér er hægt að skrá sig á póstlista Punktsins - punkturinn@deloitte.is 

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Undir vörumerki „Deloitte“ sameinast kraftar þúsunda sérfræðinga sem starfa hjá sjálfstæðum félögum um allan heim við að veita viðskiptavinum þjónustu á sviði endurskoðunar, ráðgjafar, fjármála, áhættustjórnunar og skattamála. Þessi félög eru aðilar að Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL), sem er breskt einkahlutafélag (private company limited by guarantee). Hvert aðildarfélag veitir þjónustu á tilteknu landssvæði og er bundið þeim lögum og fagreglum sem þar gilda. Félagið DTTL innir ekki af hendi þjónustu til viðskiptavina. DTTL og aðildarfélög þess eru aðskildir og sérgreindir lögaðilar sem ekki geta skuldbundið hvert annað. DTTL og aðildarfélög þess bera eingöngu ábyrgð á eigin gjörðum eða vanrækslu en ekki á aðgerðum hvers annars. Hvert aðildarfélag DTTL er skipulagt í samræmi við innlend lög, reglugerðir, viðskiptavenju og aðra þætti, og getur veitt sérfræðiþjónustu á starfssvæði sínu í gegnum dótturfélög, tengd félög, og/eða önnur félög.

Deloitte veitir bæði opinberum aðilum og einkafyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum endurskoðunar-, skatta-, ráðgjafar- og fjármálaþjónustu. Alþjóðlegt sérfræðinet Deloitte tengir saman sérfræðinga í 150 löndum þannig að saman fari ítarleg staðbundin þekking og alþjóðleg hæfni, viðskiptavinum til hagsbóta. Hjá Deloitte starfa um 245.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu. 

Þetta rit inniheldur almennar upplýsingar; með útgáfu þess eru aðilar að sérfræðineti Deloitte, þ.e. Deloitte Touche Tohmatsu Limited, aðildarfélög þess eða samstarfsfélög, ekki að veita sérfræðiráðgjöf eða þjónustu. Ráðfærðu þig við fagaðila áður en þú tekur ákvörðun eða grípur til aðgerða sem gætu haft áhrif á fjármál þín eða viðskipti. Enginn aðili í sérfræðineti Deloitte skal gerður ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða hjá þeim sem reiðir sig á þetta rit.

© 2017 Deloitte ehf.

Did you find this useful?