Faglegt efni

Skattadagur Deloitte 2013

Skattadagurinn

Skattadagur Deloitte er haldinn árlega í góðu samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök Atvinnulífsins. Mjög góð þátttaka hefur verið á þennan viðburð og ljóst er að skattadagur Deloitte hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.

Skattadagurinn 2013

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins var haldinn að Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar 2013.  

Skattamál skipa sífellt stærri sess í efnahagsumhverfi okkar og var mikill áhugi fyrir fundinum nú sem endranær.  Um 240 manns fjölmenntu á fundinn þar sem mörg áhugaverð erindi komu fram og nýlega skipaður fjármálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, setti fundinn.

Dagskrána má líta hér að neðan:

Setning:
Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra

Hagkvæm auðlindagjaldtaka
- Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands

Skattar eða upptaka eigna?
- Garðar Valdimarsson, hrl á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Áhrif skattalagabreytinga á verðbréfafyrirtæki
- Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital

Áhrif tryggingagjalds á minni fyrirtæki
- Sigurjón M. Egilsson, blaðamaður og útgefandi

Helstu skattabreytingar og fundarstjórn
- Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Did you find this useful?