Lausnir

Skattamál starfsmanna

Við flutning til og frá Íslandi

Flutningur starfsmanna frá Íslandi

Við flutninga starfsmanna íslenskra fyrirtækja skapast margvísleg álitamál er varða skattlagningu starfsmanna og samspil við tvísköttunarsamninga, auk almannatrygginga. Mikilvægt er að huga að því tímanlega að leysa úr slíkum álitamálum, til hagsbóta fyrir fyrirtækin sjálf og þeirra starfsmenn. Halda þarf vel utan um hlutina frá fyrstu metrum til að forðast t.d. tvískattlagningu og álag á vantalda skattstofna.

Atriði sem m.a. verður að hafa í huga

 • Hvort tvísköttunarsamningur sé í gildi við það land sem starfað er í
 • Hvar viðkomandi starfsmaður telst skattskyldur
 • Hvort launagreiðandi er íslenskur eða erlendur
 • Undir hvaða almannatryggingakerfi viðkomandi starfsmaður fellur
 • Hvort hið íslenska fyrirtæki myndar fasta starfsstöð í því landi sem starfað er í
 • Hvort vinnan sé innt af hendi fyrir aðila erlendis sem er tengdur íslenska vinnuveitandanum

Flutningur erlendra starfsmanna til Íslands

Að sama skapi þurfa erlendir aðilar sem senda starfsfólk sitt til vinnu hérlendis að huga að fjölmörgum þáttum áður en haldið er af stað. Þar koma til skattaleg atriði, eins og nefnd eru að ofan, en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum eru starfsmenn slíkra aðila skattskyldir hér og þurfa þannig að telja fram allar sínar tekjur hvar sem þeirra er aflað og allar eignir hvar sem þær eru. Að auki koma til álita þættir á borð við dvalarleyfi og atvinnuleyfi.

Atriði sem m.a. verður að hafa í huga

 • Hvort tvísköttunarsamningur sé í gildi við það land sem starfað er í
 • Hvar viðkomandi starfsmaður telst skattskyldur
 • Hvort launagreiðandi er íslenskur eða erlendur
 • Undir hvaða almannatryggingakerfi viðkomandi starfsmaður fellur
 • Hvort hið erlenda fyrirtæki myndar fasta starfsstöð hérlendis
 • Hvort vinnan sé innt af hendi fyrir aðila hérlendis sem er tengdur erlenda vinnuveitandanum
 • Hvort viðkomandi starfsmaður uppfyllir skilyrði dvalar- og atvinnuleyfa 

Hvers vegna Deloitte?

Hjá Deloitte á Íslandi starfa sérfræðingar í skattamálum einstaklinga sem veitt geta ráðgjöf annars vegar um tilhögun skatta vegna starfa erlendis og hins vegar vegna starfa hérlendis á vegum erlendra aðila. Við getum aðstoðað þig við að haga málum með réttum hætti frá upphafi. Hafðu samband við Jörund Þórarinsson og Lúðvík Þráinsson sem fyrst og við leysum málið.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við:

 • Mat á skattskyldu starfsmanna sem vinna erlendis og erlendra starfsmanna sem vinna hérlendis
 • Vinnu við beitingu ákvæða tvísköttunarsamninga til að koma í veg fyrir tvísköttun
 • Mat á því hvort starfsemin og/eða vinnuframlag viðkomandi starfsmanns sé virðisaukaskattskylt
 • Aðstoð við gerð skattframtala fyrir viðkomandi starfsmenn
 • Ráðgjöf og aðstoð við samningagerð fyrirtækja við starfsmenn sem fara erlendis til vinnu
 • Skjalagerð og aðstoð við umsóknir varðandi dvalar- og atvinnuleyfi auk almannatryggingamála
 • Aðstoð gagnvart erlendum vinnuveitendum varðandi útreikning og greiðslu skatta hérlendis
 • Annars konar skattaráðgjöf, skjalagerð og samskipti við opinbera aðila á þessu sviði
Did you find this useful?